Hannes Grimm framlengir

Línumaðurinn Hannes Grimm hefur framlengt samning sinn við Gróttu til ársins 2024. Hannes hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með Gróttu til fjölda ára og á 114 leiki fyrir meistaraflokk félagsins.


Það eru frábær tíðindi að Hannes verði áfram í herbúðum félagsins enda lykilleikmaður liðsins bæði sóknarlega og varnarlega.

Þeir eru vandfundnir meiri Gróttumenn en Hannes Grimm. Hann hefur undanfarin fimm ár þjálfað yngri flokka félagsins við góðan orðstír.

„Það er mikill hugur í félaginu til næstu ára og Hannes mikilvægt í pússl í þeirri vegferð“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari liðsins við undirskrift samningsins.

Ofurhetjumót Miniso um helgina

Hið árlega ofurhetjumót Miniso verður haldið um helgina í fimleikahúsi Gróttu. Aldrei hafa fleiri þáttakendur tekið þátt í mótinu en alls sýna 430 keppendur frá átta félögum listir sínar og keppa í 3., 4., 5. og 6. þrepi íslenska fimleikastigans.
Félögin sem taka þátt auk Gróttu eru Gerpla, Björk, Ármann, Stjarnan, Keflavík, Fjölnir og Fylkir.

Opið er fyrir miðasölu á mótið inn á Tix.is https://tix.is/is/buyingflow/tickets/12807/

Ofurhetjur á fimleikamóti
Ofurhetjur á fimleikamóti

8 leikmenn í Hæfileikamótun HSÍ

Um helgina fóru fram æfingar í Hæfileikamótun HSÍ. Æfingarnar fóru fram í Kaplakrika í Hafnarfirði og var innihaldið taktík, markmiðssetning og spil undir stjórn yfirþjálfara Hæfileikamótunarinnar, Jóns Gunnlaugs Viggóssonar.

Flottir fulltrúar frá okkur tóku þátt:

Strákar:

Arnar Magnús Andrason
Helgi Skírnir Magnússon
Kári Kristjánsson
Kolbeinn Thors

Stelpur:
Arna Katrín Viggósdóttir
Auður Freyja Árnadottir
Kristín Fríða Scheving Thorsteinsson
Sara Kristjánsdóttir

Því miður þurftu Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Heba Davíðsdóttir að boða forföll.

Hæfileikamótun HSÍ er fyrsta skrefið inn í landsliðsumhverfi HSÍ og því frábært tækifæri fyrir okkar leikmenn að taka þátt. Þeir stóðu sig vel og vonandi verða þau öll í næsta úrtaki.

6. flokkur kvenna á GeoSilicamóti Keflavíkur

6. flokkur kvenna skellti sér á fyrsta mót ársins síðustu helgi. Mikil tilhlökkun var fyrir GeoSilicamóti Keflavíkur sem fór fram í Reykjaneshöllinni.
Grótta fór með sex lið á mótið og stóðu stelpurnar sig mjög vel! Hvert lið spilaði fimm leiki en 31 leikmaður var frá Gróttu. Að mótinu loknu fengu stelpurnar pizzu, medalíu og gjöf frá GeoSilica.

Leikir & mót framundan

HANDKNATTLEIKUR 
Meistaraflokkur karla sigraði HK glæsilega í mikilvægum leik í gærkvöldi. Þeir heimsækja Hauka heim á Ásvelli á sunnudaginn (27.feb) og hefst leikurinn kl. 18:00. 

Grill 66 deild kvenna er fríi fram í mars vegna landsleikja. Næsti leikur kvennaliðs Gróttu er gegn U-liði ÍBV 18 mars. 

U-lið Gróttu á leik á laugardaginn  þegar þeir mæta U-liði HK kl.13:30 í Kórnum. 


KNATTSPYRNA
Lengjubikarinn heldur áfram um helgina þegar Karlalið Gróttu mætir ÍBV á sunnudaginn kl. 14:00 á Vivaldivellinum okkar. Liðið mætti Þrótti Vogum um síðustu helgi og endaði leikurinn 2-2. 

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur leik 6. mars í Lengjubikarnum þegar þær mæta Sindra á Vivaldi vellinum kl. 13:00. 


FIMLEIKAR
Það styttist í stærsta mót fimleikdadeildar en hið árlega MINISO Ofurhetjumót Gróttu er helgina 4-6 mars. 

Fjáröflun Handknattleiksdeildar Gróttu

Fjáröflun Handknattleiksdeildar Gróttu

Starf Handknattleiksdeildar Gróttu er viðamikið. Allt frá þjálfun byrjendanna á leikskólalaldri í 9.flokki og upp í þriggja meistaraflokka á afreksstigi, þar sem umgjörð og þjálfun er í hæsta gæðaflokki. Til að standa undir starfinu þarf að fjárafla. Handknattleiksdeild Gróttu í samstarfi við Kjötkompaní-ið og John Lindsey hf. býður upp á frábærar vörur fyrir öll heimili og alla einstaklinga. Við hvetjum sem flesta til að styðja okkur með kaupum á þessum góðu vörum.

Andrex WC pappír – 36 rúllur5000 kr

Satino eldhúspappír – 32 rúllur5000 kr Hamborgarar – 10 stk 115 gr4400 kr

Lambafile í kryddjurtasmjöri – 1 kg8000 kr/kg

Nauta framfile í black garlic – 1 kg9000 kr/kg

Nautahakk 1 kg, pakkað í 2×500 gr pakkningar2500 kr

Hægt verður að panta vörurnar til 4.mars. Afhending verður vikuna 14. – 18.mars. Hægt er að panta vörurnar í gegnum þessa vefslóð: https://forms.gle/SFRVCusipEe6dcFZ7

Takk fyrir stuðninginn !

Fimm í U15 ára landsliðinu

Á föstudaginn var valið í U15 ára landslið kvenna. Þar eigum við fimm frábæra fulltrúa; þær Arndísi Áslaugu Grímsdóttur, Dóru Elísabetu Gylfadóttur, Elísabetu Ásu Einarsdóttur, Helgu Sif Bragadóttur og Margréti Láru Jónasdóttur.

Landsliðsæfingarnar fara fram dagana 4. – 6.mars undir stjórn landsliðsþjálfaranna Díönu Guðjónsdóttur og Jóns Brynjars Björnssonar.

Við óskum okkar stelpum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis.

Katrín Anna valin í U18

Rétt í þessu var valið í U18 ára landslið kvenna. Okkar stelpa, Katrín Anna Ásmundsdóttir var valin í hópinn og æfir hann dagana 2. – 6.mars.

Þjálfarar U18 ára landsliðsins eru þeir Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson.

Við óskum Katrínu Önnu hjartanlega til hamingju með valið og óskum henni góðs gengis.

Leikir & mót framundan

HANDKNATTLEIKUR 

Næsta umferð í Olís Deild karla verður spiluð á miðvikudaginn næsta (23 feb) og þá er gríðarlega mikilvægur leikur þegar HK kemur í heimsókn til okkar í Hertz höllina og hefst leikurinn kl. 19:30.  Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið því HK situr í 11 sæti með 3 stig en Grótta með 7 stig í 10 sætinu og með sigri nær Grótta að kljúfa sig enn frekar frá botnsætunum. 

Meistaraflokkur kvenna á leik í bikarnum í kvöld (fimmtudag) en þær mæta ÍR í Austurbergi kl. 19:30.
Grill 66 deild kvenna er fríi fram í mars vegna landsleikja. Næsti leikur kvennaliðs Gróttu er gegn U-liði ÍBV 18 mars. 

U-lið Gróttu á leik um helgina þegar þeir mæta Selfoss 2 á Selfossi föstudaginn kl. 19:30. 

KNATTSPYRNA

Karlalið Gróttu mætir Þrótti Vogum í fyrsta heimaleik liðsins á laugardaginn í Lengjubikarnum  kemur (19.feb) kl. 14:00. 

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur leik 6. mars í Lengjubikarnum þegar þær mæta Sindra á Vivaldi vellinum kl. 13:00. 

FIMLEIKAR

Það styttist í stærsta mót fimleikdadeildar en hið árlega MINISO Ofurhetjumót Gróttu er helgina 4-6 mars.