Öðru farsælu sumri hjá knattspyrnuskóla Gróttu lokið

Þá er enn öðru farsælu sumri hjá knattspyrnuskóla Gróttu lokið, en hann var starfrækur frá 11. júní til 2. ágúst. Góð mæting var á öll fjögur námskeiðin og voru yfir 300 börn sem sóttu skólann í sumar, og til viðbótar tæplega 70 krakkar sem sóttu sumarnámskeið fyrir 4. og 5. flokk. Áhugasamir og fjörugir krakkar, efnilegir unglingar og gott veður var virkilega góð blanda sem varð til þess að námskeiðin gengu gríðarlega vel. Hér má sjá myndir frá starfinu í sumar, en einnig eru fleiri myndir og myndbönd á instagram.com/grottasport. Hlökkum til næsta sumars

6.flokkur kvenna fékk silfur

Yngra árið í 6.flokki kvenna spilaði á síðasta mótinu sínu í vetur um helgina upp í Valsheimili.

Grótta 1 gerði sér lítið fyrir og endaði í 2.sæti á Íslandsmótinu eftir veturinn og Grótta 2 í 14.sæti. Frábær árangur hjá þessum ungu stelpum.

Flottar og efnilegar Gróttustelpur sem hafa staðið sig vel í vetur.