Þá er enn öðru farsælu sumri hjá knattspyrnuskóla Gróttu lokið, en hann var starfrækur frá 11. júní til 2. ágúst. Góð mæting var á öll fjögur námskeiðin og voru yfir 300 börn sem sóttu skólann í sumar, og til viðbótar tæplega 70 krakkar sem sóttu sumarnámskeið fyrir 4. og 5. flokk. Áhugasamir og fjörugir krakkar, efnilegir unglingar og gott veður var virkilega góð blanda sem varð til þess að námskeiðin gengu gríðarlega vel. Hér má sjá myndir frá starfinu í sumar, en einnig eru fleiri myndir og myndbönd á instagram.com/grottasport. Hlökkum til næsta sumars
6. flokkur karla sigurvegarar á Króksmótinu
6. flokkur karla hélt til Sauðárkróks til að keppa á Króksmótinu 10.-11. ágúst og gerðu það heldur betur gott fyrir norðan.
Continue readingRúmlega 60 Gróttustelpur á Símamótinu
Rúmlega 60 Gróttustelpur kepptu á Símamótinu helgina 12.-14. júlí, stærsta knattspyrnumóti landsins. 5. flokkur kvenna tefldi fram 3 liðum sem samanstóð af 27 stelpum, 6. flokkur kvenna var einnig með 3 lið en 17 stelpur og 7. flokkur kvenna var með 4 lið og 20 stelpur innanborðs.
Continue reading7. flokkur karla á Norðurálsmótinu
35 drengir frá 7. flokki Gróttu héldu á Norðurálsmótið á Akranesi föstudaginn 21. júní. Spilað var í þrjá daga og gistu strákarnir á Akranesi yfir helgina.
Continue reading6. flokkur karla á Orkumótinu í Eyjum
Eldra ár 6. flokks karla tók þátt í Orkumótinu í byrjun júlí. 19 hressir drengir í tveimur liðum ásamt þjálfurum og fjölskyldum héldu til Vestmannaeyja miðvikudaginn 3. júlí.
Continue reading6. flokkur kvenna á Landsbankamóti Tindastóls
6. flokkur kvenna hélt til Sauðárkróks til að keppa á Landsbankamóti Tindastóls s.l. helgi. 16 stelpur skelltu sér á Krókinn en spilað var bæði laugardag og sunnudag.
Continue reading7. flokkur kvenna á Greifamótinu á Akureyri
Stelpurnar í 7. flokki kvenna skelltu sér á Greifamótið á Akureyri um helgina! 4 lið fóru frá Gróttu, sem samanstóðu af 21 stelpu.
Continue readingÍslandsmótið byrjar vel hjá 4. flokki kvenna
4. flokkur kvenna hefur farið vel af stað í Íslandsmótinu í sumar, en flokkurinn er ansi fjölmennur. Stelpurnar tefla fram þremur liðum í Íslandsmótinu undir formerkjum Gróttu/KR.
Continue reading5. flokkur kvenna á Pæjumótinu í Eyjum
Um síðustu helgi tók 5. flokkur kvenna þátt í TM-mótinu í Vestmannaeyjum, betur þekkt sem Pæjumótið. Grótta tefldi fram fjórum liðum og var þetta því stærsti hópur frá félaginu hefur sent á mótið. Öll fjögur liðin átti góða spretti.
Continue reading6.flokkur kvenna fékk silfur
Yngra árið í 6.flokki kvenna spilaði á síðasta mótinu sínu í vetur um helgina upp í Valsheimili.
Grótta 1 gerði sér lítið fyrir og endaði í 2.sæti á Íslandsmótinu eftir veturinn og Grótta 2 í 14.sæti. Frábær árangur hjá þessum ungu stelpum.
Flottar og efnilegar Gróttustelpur sem hafa staðið sig vel í vetur.