Fimleikastúlkan Laufey Birna Jóhannsdóttir var í gærkvöldi valin íþróttamaður æskunnar fyrir árið 2018.
Continue readingFullorðins fimleikar – skráning
Fimleikadeild Gróttu ætlar að bjóða upp á 12 vikna námskeið í fullorðins fimleikum. Kennt verður á þriðjudagskvöldum klukkan 20:00 – 21:30 í fimleikasalnum í Gróttu.
Continue readingErrea og Grótta framlengja samning sinn
Fyrir glæsilegan sigurleik meistaraflokks karla í knattspyrnu á Vestra var samningur Gróttu við Errea framlengdur til næstu fjögurra ára. Þetta þýðir að allir iðkendur fimleika-, handknattleiks- og knattspyrnudeildar klæðast áfram búningum frá Errea næstu árin.
Continue reading30 ára afmæli fimleikadeildar Gróttu
Í tilefni af 30 ára afmæli fimleikadeildar Gróttu verður haldin afmælissýning laugardaginn 28. maí þar sem iðkendur fimleikadeildarinnar sýna listir sínar. Farið verður yfir sögu deildarinnar í máli og myndum og boðið verður upp á afmæliskaffi í lok sýningar.
Continue readingFimleikadeild Gróttu – Frábær árangur 2014-15
Fimleikadeildin veitti í dag iðkendum í áhaldafimleikum sem að náðu þrepinu sínu í vetur og verðlaunahöfum á Íslandsmótum viðurkenningu fyrir góðan árangur. Tuttuguogfimm Gróttustúlkur náðu þrepinu sínu í Fimleikastiganum á þessu keppnistímabili og færast upp um þrep næsta haust. Sex þeirra komust á verðlaunapall á Íslandsmóti í þrepum og tveir Íslandsmeistaratitlar komu í hús, í 5. þrepi og frjálsum æfingum unglinga. Frábær árangur hjá stúlkunum og þjálfurum þeirra í vetur. Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn og góðs gengis í næsta þrepi Fimleikastigans og í næstu verkefnum.
Þeir sem að náðu þrepi á keppnistímabilinu 2014-2015
- þrep: Elín Birna Hallgrímsdóttir.
- þrep: Laufey Birna Jóhannsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Sunna Kristín Gísladóttir og Þórunn Anna Almarsdóttir.
- þrep: Bríet Bjarnadóttir, Fjóla Guðrún Viðarsdóttir og Katrín Aradóttir.
- þrep: Ásta Hlíf Harðardóttir, Saga Óskarsdóttir, Selma Katrín Ragnarsdóttir, Silja Björk Ægisdóttir og Teresa Nukun Steingrímsdóttir.
- þrep: Birna Kristín Einarsdóttir, Hanna María Hannesdóttir, Hildur Arnaldsdóttir, Ingibjörg Steinunn Einarsdóttir, Lilja Hugrún Pétursdóttir, Lydía Líf Reynisdóttir, María Bjarkar Jónsdóttir, Ragnheiður Ugla Gautsdóttir, Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, Sigurlína Sól Valþórsdóttir og Tanja Rut Rúnarsdóttir.
Íslandsmeistari unglinga í frjálsum æfingum:
Nanna Guðmundsdóttir
Íslandmeistari í 5. þrepi:
Ragnheiður Ugla Gautsdóttir
Verðlaunasæti í aldursflokkum á Íslandsmóti í þrepum:
Bríet Bjarnadóttir 1. sæti í 3. þrepi 12 ára
Hildur Arnaldsdóttir 1. sæti í 5. þrepi 12 ára
Katrín Aradóttir 1. sæti í 3. þrepi 11 ára
Sunna Kristín Gísladóttir í 2. sæti í 2. þrepi 12 ára og yngri
Teresa Nukun Steingrímsdóttir 1. sæti í 4. þrepi 12 ára