Forskráning í fimleikadeild Gróttu veturinn 2021-2022 er hafin

Þann 1. júní til 30. júní næstkomandi fer fram forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2021-2022, https://www.sportabler.com/shop/grotta

Greitt er 10.000 kr skráningargjald með kreditkorti við skráningu. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.

Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig.
Eftir að forskráningu líkur verður hægt að skrá á biðlista.

Verðlaunahafar á lokahófi

Lokahóf meistaraflokka Gróttu í handknattleik fór fram á föstudagskvöld í Hátíðarsal Gróttu. Að venju voru þeir leikmenn sem sköruðu fram úr í vetur verðlaunaðir.

Continue reading

Lokaleikur Gróttu í Olísdeildinni – frítt inn

Lokaleikur meistaraflokks karla í Olísdeildinni í vetur fer fram á morgun, fimmtudag kl. 19:30. Frítt verður á leikinn í boði Hertz. Andstæðingarnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar, Selfoss.

Strákarnir okkar hafa sýnt frábæra frammistöðu í vetur í Olísdeildinni og eiga skilið góðan stuðning í lokaleik vetrarins. Ljóst er að liðið mun enda í 10.sæti deildarinnar sem þýðir að liðið leikur áfram í Olísdeildinni næsta vetur, eitthvað sem fáar spár bjuggust við þegar mótið fór af stað. Þjálfarateymið Arnar Daði Arnarsson og Maksim Akbachev hafa unnið gríðarleg afrek að koma Gróttu aftur á stall með bestu liðum landsins. Leikmennirnir hafa lagt á sig gríðarmikla vinnu á sig á þessum skrítna vetri.

Mætum öll og styðjum strákana.

🤾 Grótta – Selfoss
🕕 kl. 19:30
🏟 Hertz-höllin

Áfram Grótta !

Kjartan og Kári valdir í U19 ára landsliðið

Gróttumennirnir Kjartan Kári Halldórsson og Kári Daníel Alexandersson hafa verið valdir í hóp U19 ára landsliðsins sem mætir mætir U19 og U21 ára liðum Færeyja í tveimur vináttuleikjum í júní.

Liðið mætir U21 ára liði Færeyja 3. júní og hefst sá leikur kl. 16:30 að íslenskum tíma. U19 ára lið þjóðanna mætast svo 6. júní og hefst sá leikur kl. 14:00 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir fara fram í Svangaskarði. Leikirnir verða fyrstu leikir liðsins undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar.

Knattspyrnudeild Gróttu óskar Kjartani og Kára innilega til hamingju með valið !

7. flokkur karla og kvenna á Cheerios móti Víkings

7. flokkur karla og kvenna spilaði á Cheerios móti Víkings helgina 15. og 16. maí í sól og blíðu í Fossvoginum. 7. flokkur kvenna var með fjögur lið á mótinu og 7. flokkur karla fór með sex lið. Krakkarnir stóðu sig með eindæmum vel á mótinu og fóru heim með bros á vör og Cheerios pakka í fararteskinu. 

6. flokkur kvenna á Cheerios móti Víkings

Stelpurnar í 6. flokki kvenna áttu góða ferð í Fossvoginn s.l. sunnudag þar sem þær léku á Cheerios móti Víkings
Grótta fór með fjögur lið á mótið og stóðu stelpurnar sig gríðarlega vel!

Hákon fer til Svíþjóðar í sumar

Hákon fer til Svíþjóðar í sumar 🇸🇪

Knattspyrnudeild Gróttu hefur náð samkomulagi við IF Elfsborg um að Hákon Rafn Valdimarsson markvörður gangi til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið í félagaskiptaglugganum í sumar, að uppfylltum nánari skilmálum samningsins.

Hákon er 19 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið aðalmarkvörður Gróttu undanfarin þrjú tímabil. Hákon spilaði sinn fyrsta leik fyrir Gróttu árið 2017 en hann á að baki 61 leik fyrir félagið og hefur leikið í þremur efstu deildum með liðinu. Auk þess hefur Hákon leikið með U-19 ára landsliðinu sem og U-18 ára og var einnig í lokahópi U21-árs landsliðsins sem tók þátt á EM í mars síðastliðnum.

Knattspyrnudeild Gróttu óskar Hákoni innilega til hamingju með samninginn og hlakkar til að fylgjast með ævintýrum hans í Svíþjóð á komandi misserum.

Eva, María og Nína skrifa undir

María Lovísa Jónasdóttir og Eva Karen Sigurdórsdóttir hafa framlengt samninga sína við Gróttu og þá hefur Nína Kolbrún Gylfadóttir einnig skrifað undir nýjan samning. 

María Lovísa er Gróttufólki að góðu kunn en hún er uppalin á Nesinu og spilaði sína fyrstu leiki með meistaraflokki árið 2019. Hún kom svo við sögu í öllum leikjum Gróttu í fyrra og hefur nú skorað 11 mörk í 31 meistaraflokksleik.

Eva Karen gekk til liðs við Gróttu í ágúst í fyrra, þá nýbúin með endurhæfingu eftir krossbandsslit. Eva lék fjóra leiki með 2. flokki í fyrra sem fagnaði sigri í B-deild Íslandsmótsins. Á árinu 2021 hefur Eva svo stimplað sig inn í meistaraflokk og verður í eldlínunni með Gróttu fram í ágúst þegar hún flytur til Texas til að stunda nám og spila fótbolta í Lamar háskóla. 

Nína Kolbrún er uppalin hjá Val en hún hefur ekki leikið fótbolta á Íslandi frá árinu 2017, meðal annars vegna erfiðra meiðsla. Nína hefur komið feikilega sterk inn í Gróttuliðið á síðustu vikum og mánuðum og er það því mikið gleðiefni að hún sé ákveðin í að spila í bláu næstu tímabilin.

Pétur Rögnvaldsson, annar þjálfara Gróttu fagnar því að stelpurnar hafi skrifað undir:
„Það eru frábær tíðindi fyrir Gróttu að búið sé að semja við Maríu, Evu og Nínu. Allar hafa þær staðið sig vel á síðustu mánuðum og eru mikilvægir hlekkir í Gróttuliðinu. Við hlökkum mikið til að vinna með þeim áfram næstu árin.“

María og Nína ásamt Kára Garðarssyni, framkvæmdastjóra Gróttu

Eva ásamt Pétri Rögnvaldssyni, þjálfara Gróttu

Aðalfundir Gróttu 2020

Aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram fimmtudaginn 29. apríl síðastliðinn og að þessu sinni voru fundirnir rafrænir vegna Covid ástandsins. Sigrún Edda Jónsdóttir hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Braga Björnssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu 2020. Því næst var farið yfir rekstrarniðurstöður ársins en reksturinn gekk afar vel á árinu og hefur rekstur félagsins almennt verið í góðu jafnvægi á árinu 2020.
Fjalar Sigurðsson hélt utan um tæknistjórnina og sá til þess að rafræni fundurinn gekk án áfalla. Gefin var út glæsileg árskýrsla fyrir síðasta ár: https://issuu.com/niels…/docs/_rssk_rsla_gr_dttu2020_ok_web

Eldri ársreikninga er að finna hér.