Arnór, Fannar, Kári og Patrekur í Hæfileikamótun KSÍ

Gróttudrengirnir Arnór Alex Óskarsson, Fannar Hrafn Hjartarson, Kári Kristjánsson og Patrekur Ingi Þorsteinsson hafa verið valdir til að taka þátt í æfingu í Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Suðvesturlandi. Tæplega þrjátíu leikmenn frá fimm félögum taka þátt í æfingunum. 

Æfingin fer fram í knatthúsi ÍR í Breiðholti mánudaginn 11.apríl 2022 undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar þjálfara í Hæfileikamótun. 

Gangi ykkur vel strákar! 

Kjartan Kári og Orri Steinn léku með U19 í Króatíu 

Kjartan Kári Halldórsson og Orri Steinn Óskarsson léku með U19 ára landsliði Íslands í milliriðlum undankeppni EM 2022 í síðastliðinni viku. Liðið lék þrjá leiki og fóru þeir fram í Króatíu. Ísland tapaði sínum fyrsta leik 1-2 gegn Króatíu en Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark Íslands. Í öðrum leik liðsins gerði Ísland 1-1 jafntefli og var það aftur Orri Steinn sem skoraði eina mark Íslands. U19 ára landsliðið endaði svo mótið á glæsilegum 3-0 sigri gegn Rúmeníu og hafnaði í öðru sæti riðilsins með fjögur stig, en Rúmenía fór áfram í lokakeppni EM eftir að hafa endað í efsta sæti riðilsins með sex stig. Grótta er hreykið af því að eiga flotta fulltrúa í liðinu og óskar Kjartani og Orra til hamingju með árangurinn!

Lilja Lív og Emelía léku með U17 í milliriðlum

Lilja Lív Margrétardóttir og Emelía Óskarsdóttir léku með U17 ára landsliði Íslands í milliriðlum undankeppni EM 2022 í síðastliðinni viku. Liðið lék þrjá leiki undir stjórn Magnúsar Arnar Helgasonar. Í fyrsta leik gerði Ísland 1-1 jafntefli við Finnland en unnu síðan 1-0 sigur gegn Slóvakíu í öðrum leik sínum. Síðasti leikur stelpnanna var gegn Írlandi og vann Ísland glæsilegan 4-1 sigur, þar sem Emelía Óskarsdóttir skoraði eitt mark liðsins. Sigurinn dugði liðinu þó ekki, þar sem Ísland endaði í öðru sæti riðilsins, jafnt að stigum og Finnland en Finnland fór áfram þar sem þær voru með betri markatölu. Svekkjandi niðurstaða en engu að síður glæsilegur árangur hjá stúlkunum. Grótta er hreykið af því að eiga flotta fulltrúa í liðinu og óskar Lilju, Emelíu og Magga til hamingju með árangurinn 🇮🇸👏🏼

Sjö lið frá 6. flokki karla á Kjörísmót Hamars

6. flokkur karla skellti sér á Kjörísmót Hamars sem haldið var í Akraneshöllinni síðustu helgi. Grótta fór með 37 drengi í sjö liðum á mótið og spilaði hvert lið fjóra leiki. Um leið og drengirnir voru komnir í gírinn eftir langa mótspásu þá byrjaði sambaboltinn og spiluðu þeir flottan fótbolta og skoruðu helling af frábærum mörkum 🤩

6. flokkur kvenna á GeoSilicamóti Keflavíkur

6. flokkur kvenna skellti sér á fyrsta mót ársins síðustu helgi. Mikil tilhlökkun var fyrir GeoSilicamóti Keflavíkur sem fór fram í Reykjaneshöllinni.
Grótta fór með sex lið á mótið og stóðu stelpurnar sig mjög vel! Hvert lið spilaði fimm leiki en 31 leikmaður var frá Gróttu. Að mótinu loknu fengu stelpurnar pizzu, medalíu og gjöf frá GeoSilica.

Leikir & mót framundan

HANDKNATTLEIKUR 
Meistaraflokkur karla sigraði HK glæsilega í mikilvægum leik í gærkvöldi. Þeir heimsækja Hauka heim á Ásvelli á sunnudaginn (27.feb) og hefst leikurinn kl. 18:00. 

Grill 66 deild kvenna er fríi fram í mars vegna landsleikja. Næsti leikur kvennaliðs Gróttu er gegn U-liði ÍBV 18 mars. 

U-lið Gróttu á leik á laugardaginn  þegar þeir mæta U-liði HK kl.13:30 í Kórnum. 


KNATTSPYRNA
Lengjubikarinn heldur áfram um helgina þegar Karlalið Gróttu mætir ÍBV á sunnudaginn kl. 14:00 á Vivaldivellinum okkar. Liðið mætti Þrótti Vogum um síðustu helgi og endaði leikurinn 2-2. 

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur leik 6. mars í Lengjubikarnum þegar þær mæta Sindra á Vivaldi vellinum kl. 13:00. 


FIMLEIKAR
Það styttist í stærsta mót fimleikdadeildar en hið árlega MINISO Ofurhetjumót Gróttu er helgina 4-6 mars. 

Leikir & mót framundan

HANDKNATTLEIKUR 

Næsta umferð í Olís Deild karla verður spiluð á miðvikudaginn næsta (23 feb) og þá er gríðarlega mikilvægur leikur þegar HK kemur í heimsókn til okkar í Hertz höllina og hefst leikurinn kl. 19:30.  Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið því HK situr í 11 sæti með 3 stig en Grótta með 7 stig í 10 sætinu og með sigri nær Grótta að kljúfa sig enn frekar frá botnsætunum. 

Meistaraflokkur kvenna á leik í bikarnum í kvöld (fimmtudag) en þær mæta ÍR í Austurbergi kl. 19:30.
Grill 66 deild kvenna er fríi fram í mars vegna landsleikja. Næsti leikur kvennaliðs Gróttu er gegn U-liði ÍBV 18 mars. 

U-lið Gróttu á leik um helgina þegar þeir mæta Selfoss 2 á Selfossi föstudaginn kl. 19:30. 

KNATTSPYRNA

Karlalið Gróttu mætir Þrótti Vogum í fyrsta heimaleik liðsins á laugardaginn í Lengjubikarnum  kemur (19.feb) kl. 14:00. 

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur leik 6. mars í Lengjubikarnum þegar þær mæta Sindra á Vivaldi vellinum kl. 13:00. 

FIMLEIKAR

Það styttist í stærsta mót fimleikdadeildar en hið árlega MINISO Ofurhetjumót Gróttu er helgina 4-6 mars.