Frá því að Covid faraldurinn hófst hafa starfsmenn og þjálfara Gróttu sem og sjálfboðaliðar sem koma að starfi félagsins tekist á við erfiðar áskoranir sem reynt hafa verulega á þolgæði og útsjónarsemi allra þessara aðila.
Continue readingÍþrótta- og veislusalir til leigu
Íþróttafélagið Grótta leigir út íþróttasali sína til almennings eftir að dagskrá félagsins er lokið á virkum kvöldum og um helgar. Við bjóðum upp á tvo stórglæsilega sali í leigu þar sem hægt er að halda ýmiss konar mannamót svo sem fermingarveislur, ættarmót, brúðkaupsveislur, stórafmæli og margt fleira.
Continue readingBreytingar á lögum Gróttu
Á aðalfundi Gróttu sem fram fer nk. fimmtudag 4. júní kl. 17:00 í hátiðarsal Gróttu liggja fyrir til samþykktar breytingar á lögum félagsins. Hér meðfylgjandi má finna lögin eins og þau líta út eftir breytingar en þau liggja einnig á skrifstofu félagsins til kynningar.
Continue readingNýr styrktarsamningur undirritaður
Nýr 3ja ára samstarfssamningur milli Seltjarnarnesbæjar og Gróttu undirritaður. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Þröstur Þór Guðmundsson varaformaður Gróttu undirrituðu nýjan samtarfssamning sem lýtur að því markmiði að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf á Seltjarnarnesi. Um er að ræða 3ja ára samning sem gildir til 31. desember 2022.
Continue readingÞór Sigurðsson nýr yfirstyrktarþjálfari
Íþróttafélagið Grótta gekk nú í kvöld frá ráðningu Þórs Sigurðssonar í nýtt starf yfirstyrktarþjálfara Gróttu. Þór sem er 42 ára gamall kom til starfa hjá félaginu haustið 2017 og hefur síðan þá þjálfað elstu flokka karla- og kvennamegin í handbolta og fótbolta við afar góðan orðstír.
Continue readingAðalfundur Gróttu 4. júní
Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram fimmtudaginn 4. júní 2020.
Continue readingÍþróttastarf hefst að nýju
Mánudaginn 4. maí voru merk tímamót að íþróttastarf barna og unglinga hófst að nýju án takmarkana. Íþróttastarf eldri einstaklinga hefst einnig en með nokkrum takmörkunum.
Continue readingUpplýsingagjöf vegna samkomubanns
Fljótlega í kjölfar tölvupóstsins sem ég sendi ykkur í gær kom eftirfarandi tilkynning frá ÍSÍ hér. Það er því ljóst að með þessari tilkynningu girða yfirvöld fyrir allt íþróttastarf í landinu á meðan á samkomubanni stendur. Íþróttafélagið Grótta mun að sjálfsögðu fara eftir þessum fyrirmælum yfirvalda og sýna þar með ábyrgð í verki.
Continue readingGrótta gerir sitt besta
Á undanförnum vikum hafa starfsmenn, þjálfarar og sjálfboðaliðar hjá Gróttu einbeitt sér að því að takast á við þau verkefni sem fylgt hafa þeim aðgerðum sem grípa hefur þurft til vegna kórónuveirufaraldsins. Flest þessara verka hafa lagst ofan á önnur verkefni sem ávallt þarf að sinna óháð því hvert ástandið í samfélaginu er.
Continue readingFarsæl öldrun
Nú rétt í þessu var að ljúka fjölmennum kynningarfundi á verkefninu – Farsæl öldrun. Grótta og félagsstarf eldri bæjarbúa munu taka höndum saman næstu vikurnar og bjóða eldri borgurum upp á markvissa hreyfingu í íþróttamannvirkjum Gróttu. Eva Katrín Friðgeirsdóttir íþróttafræðingur og yfirþjálfari hópfimleika hjá Gróttu mun sjá um þjálfunina.
Verkefnið hefst í byrjun næstu viku og stendur í 12 vikur. Kennt er í fjórum hópum og eru átta einstaklingar í hverjum hópi. Skemmst er frá því að segja að það fylltist strax í alla hópana og færri komust að en vildu. Það er von Gróttu að verkefnið takist vel og að framhald verði á því næsta haust.