Lumar þú á ljósmyndum úr sögu Gróttu ?

Íþróttafélagið Grótta er í átaki að leita uppi ljósmyndir úr starfi Gróttu í gegnum tíðina. Við byrjuðum fyrir jól að kynna átakið á Facebook síðu Gróttu og höfum við fengið fjöldan allan af ljósmyndum. Við setjum inn gamlar Gróttumyndir á Facebook síðu okkar í hverri viku.

Continue reading

Fimleikafjör í dymbilvikunni – FELLUR NIÐUR

ATHUGIÐ – Námskeið heftur verið fellt niður vegna sóttvarnaraðgerða. Vinsamlegast hafið samband við Ólöfu framkvæmdastjóra fimleikadeildar Gróttu varðandi endurgreiðslu á þátttökugjaldi. Tölvupóstfang fimleikadeild@grotta.is og sími 561-1137.

Fimleikadeild Gróttu ætlar að bjóða upp á Fimleikafjör dagana 29., 30. og 31. mars fyrir krakka á aldrinum 7 – 10 ára (2011-2014).

Fimleikasalurinn er opinn og farið verður í fimleikaæfingar, leiki og frjálsan leik. Hægt verður að lita og perla ef fimleikaorkan klárast.

Fjörið er frá kl. 09:00 – 12:00. Krakkarnir þurfa að taka með sér hollt og gott nesti.

Hver dagur kostar 2700 kr. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum https://www.sportabler.com/shop/grotta.

ATH: Það er takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Gróttu

Afhending verðlauna fyrir íþróttafólk Gróttu fyrir árið 2020 fór fram með öðru sniði í ár. Við tókum saman myndband þar sem er að finna samantekt á afhendingu verðlauna, myndum af merkjahöfum og kynningar frá Braga Björnssyni formanni Gróttu.

Jólakveðja Gróttu

Íþróttafélagið Grótta óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum stuðninginn og samfylgdina á árinu sem er að líða.

Continue reading

Styrktu Gróttu og Græna skáta með dósum og flöskum

Íþróttafélagið Grótta í samstarfi við Græna skáta eru með tvo dósagáma við inngang íþróttamiðstöðvar Gróttu. Gróttufólk er hvatt til að koma skilagjaldsskyldum dósum og flöskum í þessa gáma og styrkja Gróttu og skátastarfið í landinu.

Áfram Grótta!