2. flokkur Gróttu/KR hefur náð frábærum árangri í sumar og unnið alla sína leiki hingað til að einum frátöldum. Þær eru með 27 stig eftir 10 leiki og eiga eftir að spila tvo leiki en tókst að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í gær á KR-velli með 6-1 sigri á ÍA sem sitja í 2. sæti deildarinnar. Mörk Gróttu/KR í gær skoruðu María Lovísa Jónasdóttir, Emelía Óskarsdóttir (3) og Margrét Edda Lian Bjarnadóttir (2).
Við óskum stelpunum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur í sumar! Það verður spennandi að fylgjast með flokknum í A deild á næsta ári 👊🏼
Mynd: Eyjólfur Garðarsson 📸
Hákon valinn í U21 landsliðið fyrir undankeppni EM
Hákon Rafn Valdimarsson er í hóp U21 landsliðsins fyrir leiki gegn Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021. Ísland mætir Ítalíu föstudaginn 9. október á Víkingsvelli og hefst leikurinn kl. 15:30. Liðið leikur síðan gegn Lúxemborg ytra þriðjudaginn 13. október og hefst sá leikur kl. 15:00 að íslenskum tíma. Hákon verður þó einungis í leiknum gegn Ítalíu þar sem leikmenn hópsins sem spila með félagsliðum á Íslandi munu ekki ferðast með hópnum til Lúxemborgar þar sem þeir þyrftu að fara í sóttkví við heimkomuna með tilheyrandi áhrifum á mótahaldið innanlands.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar Hákoni innilega til hamingju með valið 👏🏼🇮🇸