Maksim þjálfari ársins 2022

Maksim Akbachev var valinn þjálfari ársins 2022 hjá Gróttu á hófi sem var haldið um miðjan janúar mánuð.
Maksim er yfirþjálfari handboltadeildar og var aðstoðarþjálfari hjá mfl karla 2020-2022 auk þess að þjálfa yngri flokka, núna í vetur þjálfar hann 5fl. karla og 4fl. kvenna. 

Tilnefndir sem þjálfarar ársins voru frá fimleikadeild Bjarni Geir H. Halldórsson og frá knattspyrnudeild Pétur Rögnvaldsson.

Antoine Óskar íþróttamaður æskunnar 2022

Antoine Óskar Pantano handknattleiksmaður er íþróttamaður æskunnar 2022. Hann er lykilleikmaður og fyrirliði í 3.flokk félagsins sem og í ungmennaliðinu. Hann hefur leikið með meistaraflokknum í Olísdeildinni og lék sína fyrstu unglingalandsleiki með U16 síðasta sumar.

Halda áfram að lesa

Tilnefndar sem íþróttakona æskunnar

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.

Auk þess verður kjörin íþróttakona æskunnar, tilnefndar eru frá fimleikadeild: Lilja Hugrún Pétursdóttir og Lovísa Anna Jóhannsdóttir. Frá handknattleiksdeild: Katrín Scheving Thorsteinsson og Lilja Hrund Stefánsdóttir. Frá knattspyrnudeild:

Sara Björk Arnarsdóttir og Jóna Guðrún Gylfadóttir

Jóna Guðrún Gylfadóttir
Katrín Scheving Thorsteinsson
Lilja Hugrún Pétursdóttir
Lilja Hrund Stefánsdóttir
Lovísa Anna Jóhannsdóttir
Sara Björk Arnarsdóttir

Tilnefndir sem íþróttamaður æskunnar

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.

Auk þess verður kjörin íþróttamaður æskunnar, tilnefndir eru

frá handknattleiksdeild: Antoine Óskar Pantano og Gísli Örn Alfreðsson og frá knattspyrnudeild: Hannes Ísberg Gunnarsson og Tómas Johannessen.

Antoine Óskar Pantano
Gísli Örn Alfreðsson
Hannes Ísberg Gunnarsson
Tómas Johannessen

Íþróttamaður & kona Grótta verða krýnd í næstu viku

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörnir við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu. 

Auk þess verða krýnd íþróttafólk æskunnar, þjálfari ársins og sjálfboðaliðar ársins auk þess verða afhent verðlaun fyrir fyrstu landsleiki á síðasta ári.  

Við hvetjum allt Gróttufólk til að mæta og heiðra okkar flotta íþróttafólk.

Æfingar 9.flokks í handbolta

9.flokks æfingarnar hefja göngu sína aftur í janúar. Fyrsta æfingin er laugardaginn 7.janúar. 30 krakkar á leikskólaaldri tóku þátt á haustönninni og lærðu undirstöðuatriðin í handbolta með skemmtilegum leikjum og æfingum undir stjórn þjálfara flokksins, þeirra Arndísar Maríu Erlingsdóttur, Írisar Bjarkar Símonardóttur og þeirra góða aðstoðarfólks.

Halda áfram að lesa

Fimm á landsliðsæfingum

Dagana 16. – 18.desember fóru fram æfingar hjá yngri landsliðum HSÍ. Við hjá Gróttu getum verið virkilega ánægð með okkar hlutskipti en samtals áttum við fimm leikmenn í æfingahópum helgarinnar. Þessi voru boðuð:

U19 ára landslið kvenna
Katrín Anna Ásmundsdóttir

U17 ára landslið kvenna
Dóra Elísabet Gylfadóttir

U16 ára landslið kvenna
Arndís Áslaug Grímsdóttir
Elísabet Ása Einarsdóttir

U17 ára landslið karla
Antoine Óskar Pantano

Við óskum leikmönnunum okkar hjartanlega til hamingju með valið og vonum að þetta eigi eftir nýtast þeim í komandi verkefnum, bæði hjá Gróttu og HSÍ.