Níu aðilar fengu heiðursmerki Gróttu

Íþróttafélagið Grótta veitti í byrjun ársins 9 aðilum heiðursmerki sem hafa unnið gott starf fyrir félagið. 
Þau eru: Eyjólfur Garðarsson knattspyrnu og handknattleiksdeild sem fékk gullmerki Gróttu.  Ásdís Björk Pétursdóttir fimleikdeild fékk silfurmerki Gróttu. 
Bronsmerki hlutu Guðjón Rúnarsson og Axel Bragason fimleikadeild. Ásmundur Einarsson handknattleiksdeild og frá knattspyrnudeild Sigurvin Reynisson, Halldór Kristján Baldursson, Eydís Lilja Eysteinsdóttir  og Alexander Jensen Hjálmarsson.
Til hamingju öll sömul og takk fyrir ómetanlegt starf fyrir Gróttu 🙏

Skráning í stubbafimi vorönn 2022 hefst 1. desember

Skráning í stubbafimi vorönn 2022 hefst 1. desember inn á vefverslun sportabler https://www.sportabler.com/shop/grotta/

Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendunum.

Áhersla lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum.

Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.

Kennt er á laugardagsmorgnum:
Iðkendur fæddir 2019 eru kl. 08:50 – 09:40.
Iðkendur fæddir 2018 eru kl. 09:50 – 10:40.
Iðkendur fæddir 2017 eru kl. 10:50 – 11:40.

Fyrsti stubbatími vorannar verður laugardaginn 8. janúar og sá síðasti 30. apríl.

Fyrirkomulagið er á þann hátt að börn fædd 2019 eru með foreldri á æfingu en iðkendur fæddir 2018 og 2017 æfa án foreldra í tímunum.

Skráning iðkenda 2021-2022

Kæru forráðamenn, iðkendur og annað Gróttufólk

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar hjá öllum deildum og eru æfingatöflur vetrarins tilbúnar og aðgengilegar á vefsíðu félags. Þær gætu þó tekið breytingum og biðjum við forráðamenn að fylgjast vel með viðkomandi deild. 

Sú breyting hefur orðið á að nú fara allar skráningar í félagið í gegnum Sportabler https://www.sportabler.com/shop/grotta/

Öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram í gegnum forritið og því mikilvægt að kynna sér umhverfið vel. 

Við skráningu fara iðkenndur sjálfkrafa inn í viðkomandi flokka/hópa á Sportabler og þar eru allir æfingatímar birtir og uppfærðir eftir því sem við á. Viljum við biðja ykkur að yfirfara vel allar upplýsingar (netföng og síma) en skráningar eru ákveðið öryggistæki og mikilvægt að réttar upplýsingar séu til staðar þegar ná þarf í aðstandendur. 

Ef spurningar vakna hafið samband við grotta@grotta.is

Hlökkum til að sjá ykkur vetur. 

Forskráning í fimleikadeild Gróttu veturinn 2021-2022 er hafin

Þann 1. júní til 30. júní næstkomandi fer fram forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2021-2022, https://www.sportabler.com/shop/grotta

Greitt er 10.000 kr skráningargjald með kreditkorti við skráningu. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.

Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig.
Eftir að forskráningu líkur verður hægt að skrá á biðlista.

Sumarnámskeið í hópfimleikum fyrir börn fædd 2008-2011

Fimleikadeildin verður með hópfimleikanámskeið fyrir iðkendur á aldrinum 10 – 13 ára í sumar.
Námskeiðin verða frá mánudegi til fimmtudags kl. 11:30-13:30.  
Lagt verður áhersla í undirstöðuatriðum í hópfimleikum og krakkarnir æfa sig í dansi, dýnustökkum og æfingum á trampólíni.

Námskeiðin verða sem hér segir.
14. – 16. júní (3 dagar)
21. – 24. júní
28. júní – 1. júlí
3. – 5. ágúst (3 dagar)
9. – 12. ágúst
16. – 19. ágúst ,

Námskeiðsgjald fyrir hverja viku (4 daga) er 6000 kr.
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum https://www.sportabler.com/shop/grotta.

Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Jafnframt áskilur fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeiðið náist ekki næg þátttaka.   

Fimleika- og leikjaskóli Gróttu sumar 2021

Fimleikadeildin verður með fimleika- og leikjaskóla fyrir 6-9 ára krakka (f.2012-2015) í sumar.
Námskeiðin verða frá kl. 9:00 – 16:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn. Fyrir hádegi verður farið í fimleika frá kl. 09:00 – 12:00 með smá nestispásu kl. 10:30 og eftir hádegi verður farið í ýmsa leiki bæði úti og inni. Boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:30 – 09:00.

Í fimleikunum verða börnunum skipt í hópa eftir aldri og færni í fimleikaæfingum. Börnin eiga að mæta á námskeiðið með fimleikafatnað með sér og klædd eftir veðri. Þau þurfa að hafa með sér kjarngott nesti yfir daginn.

Umsjón með námskeiðunum hefur Ólöf Línberg Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri og þjálfari fimleikadeildarinnar.

Námskeiðin eru sem hér segir.

14. – 18. Júní (4 dagar)
21. – 25. júní
28. júní – 2. júlí
5. – 9. Júlí
12. – 16. júlí
3. – 6. ágúst (4 dagar)
9. – 13. ágúst
16. – 20. ágúst

Námskeiðsgjald fyrir hverja viku (5 daga allan daginn) er 17.000 kr.
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum https://www.sportabler.com/shop/grotta.
Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Jafnframt áskilur fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeiðið náist ekki næg þátttaka.   

Íþróttaæfingar hefjast að nýju

Þau gleðitíðindi bárust í gær að boðaðar voru rýmri samkomutakmarkanir. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti í kvöld. Þetta þýðir að íþróttaæfingar mega hefjast án takmarkana og íþróttakeppni er leyfð með 100 áhorfendum.

Allar æfingar hefjast samkvæmt tímatöflum á morgun fimmtudaginn 15. apríl. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast vel með á Sportabler.

Áfram biðjum við iðkendur, þjálfara og aðra þá sem erindi kunna að eiga í íþróttamannvirkin okkar að mæta ekki finni þeir fyrir minnstu einkennum veikinda.

Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að koma ekki inn í íþróttamannvirkin.

Við hlökkum til að taka á móti iðkendum okkar aftur á morgun.

Skráning á vornámskeið í stubbafimi

Skráning á vornámskeið í stubbafimi fyrir iðkendur fædda 2016 og 2017 er hafin inn á skráningarsíðunni grotta.felog.is.

Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendum fimleikadeildar Gróttu. Áhersla er lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.

Fyrsti stubbatími vorannar verður laugardaginn 9. janúar og sá síðasti 24. apríl (15 skipti).
Kennt er á laugardagsmorgnum.  

Fyrirkomulagið er á þann hátt að börnin æfa án foreldra í tímunum.