Heimaæfingar og þátttökukeppni

Iðkendur í grunnhópum eiga hrós skilið fyrir þátttöku í heimaæfingum í samkomubanninu. Þann 4. maí voru 10 vinningshafar dregnir út í þátttökukeppni grunnhópa í heimaæfingum. Keppnin virkaði þannig að þegar iðkandinn kláraði heimaæfingu, skráði hann nafnið sitt í heimæfinga skjal hópsins þá fór nafnið hans í lukkupott. Því oftar sem iðkandinn tók þátt í heimaæfingu því líklegra var að hann yrði dreginn út. Keppnin byrjaði 14. apríl og stóð til 4. maí.

Heimaæfingar með fimleikadeild Gróttu

Síðasta heimaæfingavikan og við hlökkum mikið til að komast aftur í salinn þann 4. maí. Keppnishóparnir í áhaldafimleikum hafa æft af kappi heima og úti undir berum himni.

Sindri Diego heiti ég og ég ætla að sýna ykkur nokkrar æfingar í dag. Vona að sem flestir taki þátt og svitni smá. Gott að hafa mjúkt undirlag, stól, handklæði eða sippuband og kodda.

Fleiri æfingar er að finna á Facebook síðu Fimleikadeildar Gróttu hér.