Kvennakvöld Gróttu 2024 – Miðasala er hafin!

Nú styttist heldur betur í kvennakvöld Gróttu sem verður haldið í hátíðarsal félagsins miðvikudaginn 8. maí næstkomandi. Miðasala er hafin inn á: Tix.is – Konukvöld Gróttu

🥂 Fordrykkur frá kl. 18:00. 

💃 Anna Þorbjörg Jónsdóttir Nesbúi og partýpinni verður veislustjóri og mun halda utan um dagskrána.

👌 Ljúffengt smáréttahlaðborð frá Matarkompaní. 

🛍 Glæsilegt happdrætti!  

💃Birna Rún Eiríksdóttir leikkona og grínisti verður með uppistand. 

🎤“Gróttupabbinn” talar

🎸Jón Sigurðsson aka 500 kallinn mætir með gítarinn tekur nokkra góða slagara. 

⭐️DJ Annanymous heldur uppi stuðinu fram á nótt. 

Kvennakvöldið er fjáröflun fyrir meistaraflokka knattspyrnu- og handknattleiksdeildar Gróttu. Miðasala er inn á: Tix.is – Konukvöld Gróttu

Nánari upplýsingar um vinninga og annað verður birt á Facebook viðburði: Kvennakvöld Gróttu 2024 | Facebook

Fyrir hópa er hægt að bóka borð í gegnum tölvupóst grotta@grotta.is. Þú vilt ekki missa af þessari veislu, hlökkum til að sjá þig! 🥂🥳

Aðalfundir Gróttu – breytt tímasetning

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur aðalfundum Gróttu verið frestað til fimmtudagsins 16. maí. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30. Eftir að fundunum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.

Íþróttafélagið Grótta 57 ára!

Íþróttafélagið Grótta fagnar í dag 57 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað 24. apríl árið 1967. Til að byrja með var félgið ekki deildaskipt þar sem eingöngu var stunduð knattspyrna en í dag eru eru starfræktar þrjár öflugar deildir; fimleikadeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild. Á undarnförnum árum hefur starf félagsins elfst til muna.  Félagafjöldi Íþróttafélagsins hefur aldrei verið meiri og Gróttusamfélagið vaxið mikið síðustu ár. Við erum afar stolt af því þar sem íþróttastarf er mikilvægur liður í bættri lýðheilsu og hefur mikið forvarndargildi. Við erum staðráðin í því að halda áfram að byggja upp öflugt og gott íþróttasamfélag sem heldur utanum og hlúir að öllum iðkendum sem og félagsmönnum. Til hamingju með daginn kæra Gróttufólk!

Aðalfundir Gróttu 2024

Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram þriðjudaginn 30. apríl 2024 í hátíðarsal Gróttu. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30. Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.

Fyrirspurnum og framboðum til stjórna skal skilað á netfangið jon@grotta.is.

Freyja og Auður Anna kepptu á Norðurlandamóti í áhaldafimleikum 2024

Norðurlandamótið í áhaldafimleikum var haldið í Osló í Noregi á dögunum. Grótta átti tvo keppendur á mótinu þær Freyju Hannesdóttur og Auði Önnu Þorbjarnardóttur. Freyja keppti með Íslenska kvennalandsliðinu sem gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í liðakeppni. Auður Anna keppti með Íslenska stúlknalandsliðinu sem náði einnig frábærum árangri á mótinu og hafnaði í öðru sæti. Á mótinu var einnig keppt til úrslita í fjölþraut og á einstaka áhöldum og Auður Anna var fyrst inn í úrslit á stökki og endaði í 6. sæti sem er virkilega vel gert.

Við óskum keppendum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með frábæran árangur.

Forsetahjónin heimsækja íþróttahús Gróttu

Forsetahjónin

Í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar munu Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, og El­iza Reid for­setafrú fara í op­in­bera heim­sókn á Seltjarn­ar­nes á morg­un, þriðju­dag.

For­seta­hjón­in verða all­an dag­inn á Seltjarn­ar­nesi. Þau munu fara víða til að hitta bæj­ar­búa og kynn­ast sam­fé­lag­inu en seinnipart dags eða í kringum 16:15 koma þau í heimsókn í íþróttahús Gróttu. Endilega takið vel á móti þeim og sýnum okkar frábæra starf í fullu fjöri.

Þrjú hlutu viðurkenningar á ársþingi UMSK


Fimmtudaginn 21. mars fór fram ársþing UMSK í veislusal golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar.

Ragnheiður Högnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ veitti fjórum starfsmerki UMFÍ og tvö af þeim fengu Bragi Björnsson og Kristín Finnbogadóttir.

Bragi er landsliðsmaður í félagsstarfi og hefur ástríðu sem fáir aðrir geta stært sig af. Hann hefur starfað innan skátahreyfingarinnar og var um skeið skátahöfðingi.  Hann var formaður aðalstjórnar Gróttu um fjögurra ára skeið og á sinn þátt í uppgangi félagsins. Hann er duglegur til verka og stendur enn vaktina á öllum knattspyrnuleikjum meistaraflokks karla sem sjálfboðaliði. Á starfstíma hans hjá aðalstjórn réðst hann í metnaðarfulla stefnumótun og hafði gríðarlegan metnað til þess að lyfta félaginu upp í hæstu hæðir.

Kristínu þarf vart að kynna fyrir þeim sem hafa komið að starfi Gróttu undanfarna áratugi en hún á að baka ríflega tveggja áratuga starf hjá Gróttu.  Hún var framkvæmdastjóri félagsins frá 2001 til 2015 og fjármálastjóri frá 2015 þar til hún lét af störfum nú um áramótin. Gitta hefur verið leiðarljós félagsins og lýst upp leið félagsmanna með óhagganlegum kærleika, takmarkalausri góðvild og gleði í yfir 20 ár. Nærvera Gittu hefur mótað sjálfan efniviðinn í Gróttu og fyllt félagið af hlýju, samúð og tilfinningu fyrir samfélagi sem á sér enga hliðstæðu.

Á ársþinginu voru fleiri heiðranir á vegum UMSK og þar má nefna íþróttafólk ársins og merki sambandsins. Þá voru einnig veitt merki ÍSÍ en einn af frumkvöðlum íþróttalífs á Seltjarnarnesi, Hilmari Sigurðssyni var afhent silfurmerki ÍSÍ. Hilmar var formaður knattspyrnudeildar Gróttu um 16 ára skeið og lagði grunn að öflugu starfi deildarinnar og velgengni. Hilmar er fylgin sér og öflugur liðsmaður sem alltaf er reiðubúin að leggja hönd á plóg og er öðrum sjálfboðaliðum innan Gróttu góð fyrirmynd.

Við óskum þeim innilega til hamingju með vel verðskuldaðar viðurkenningar.

Sumarstörf Gróttu 2024 – Opið fyrir umsóknir

Íþróttafélagið Grótta hefur opnað fyrir umsóknir í sumarstörf 2024. Auglýst eru til umsóknar eftirfarandi sumarstörf:

Íþróttafélagið vill ráða einstaklinga 20 ára og eldri (fædd 2004 og eldri) í störf:

  • Verkefnastjóra sumarnámskeiða
  • Flokkstjóra leikjanámskeiða Gróttu

Íþróttafélagið Grótta vill ráða ungt fólk 18 ára og eldri (fædd 2006 og eldri) í störf:

Leiðbeinendur á sumarnámskeiðum.

Leiðbeinendur í fimleika- og leikjaskóla Gróttu.

Leiðbeinendur í handbolta- og afreksskóla Gróttu.

Leiðbeinendur í knattspyrnuskóla Gróttu.

Umsækjendur skulu sækja um ofangreind störf á heimasíðu alfred.is
Nánari upplýsingar og lýsingar á störfunum má finna á grotta.is/sumarstorf-hja-grottu
Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2024.