Íþróttafélagið Grótta í samstarfi við Græna skáta eru með tvo dósagáma við inngang íþróttamiðstöðvar Gróttu. Gróttufólk er hvatt til að koma skilagjaldsskyldum dósum og flöskum í þessa gáma og styrkja Gróttu og skátastarfið í landinu.
Áfram Grótta!
Jólakortsamkeppni Gróttu var haldin í annað skipti nú fyrir jólin. Við efndum til teiknisamkeppni í 4. bekk Mýrarhúsaskóla um að velja teikningu sem myndi príða jólakortið í ár.
Magnus Holm-Andersen átti teikninguna sem varð hlutskörpust og hún prýðir jólakort félagsins árið 2020. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir 3 aðrar teikningar.
Við viljum þakka skólastjórnendum í Mýrarhúsaskóla fyrir samstarfið í ár og þessi viðburður er orðinn hefð hjá félaginu.
Hún Hrafnhildur Thoroddsen kemur á skrifstofuna til okkar hjá Gróttu þrisvar í viku og vinnur að ýmsum tilfallandi verkefnum. Fyrir nokkru fjárfestum við í myndaskanna og því er Hrafnhildur þessa dagana að skanna inn mikið safn mynda sem safnast hafa í gegnum árin úr starfi félagsins.
Verkefnið gengur vel en okkur langar að kanna hvort það leynist mögulega fleiri myndir sem tengjast sögu og starfi Gróttu í albúmum eða geymslum.
Lumar þú mögulega á myndum sem við mættum fá lánaðar til að skanna?
Ef svo er settu þig í samband við gullijons@grotta.is sem einnig veitir nánari upplýsingar.
Síðan í haust höfum við smíðað áfallaáætlun fyrir íþróttafélagið Gróttu. Viðbragðsáætlun þessi tekur til iðkenda, starfsmanna, þjálfara og annarra sem koma að starfi hjá Íþróttafélaginu Gróttu.
Halda áfram að lesaOpnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn vegna áhrifa af Covid-19. Markmið styrkjanna er að jafna tækifæri barna sem búa á tekjulægri heimilum til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Nánari upplýsingar og umsóknarform er að finna hér:
Íslenska – https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs
Enska – https://island.is/…/support-for-childrens-recreational…
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/11/18/Opnad-fyrir-umsoknir-a-serstokum-ithrotta-og-tomstundastyrk-vegna-ahrifa-af-Covid-19/?
Hér kemur síðasta myndbandið í röð hugarfarmyndbanda Gróttu sem hófst 19. október síðastliðinn. Jón Halldórsson og Anna Steinsen frá Kvan hafa í síðustu viku fjallað um sjálfstraust, styrkleikana, liðsheild en í þessu myndbandi tekur Anna fyrir hugrekki.
Halda áfram að lesaÍ þessu myndbandi fjallar Jón um styrkleikana. Það hefur mikil og jákvæð áhrif á einstaklinga þegar þeir ná því að koma auga á styrkleika sína og átta sig á því hvar styrkleikar þeirra nýtast.
Halda áfram að lesaAllir íþróttamenn og konur þurfa á góðu sjálfstrausti að halda. Hvernig fáum við sjálfstraust, hvað gerum við þegar sjálfstraustið minnkar og hvernig getum við hjálpað liðfélögum okkar að auka sjálfstraust.
Halda áfram að lesaHaustið 2017 var ráðist í að yfirfara stefnumótun sem gerð var 2015 og ný stefnumótin tók í gildi í janúar 2018 og gildir til ársins 2025.
Halda áfram að lesaÞessi vinsæli liður heldur áfram – við höfum samið við KVAN um að gera 4 myndbönd til viðbótarfyrir samfélagsmiðla Gróttu. Jón Halldórsson og Anna Steinsen frá Kvan munu fjalla um sjálfstraust, hugrekki, styrkleikana og liðsheild í sínum myndböndum.
Halda áfram að lesa