Styrktu Gróttu og Græna skáta með dósum og flöskum

Íþróttafélagið Grótta í samstarfi við Græna skáta eru með tvo dósagáma við inngang íþróttamiðstöðvar Gróttu. Gróttufólk er hvatt til að koma skilagjaldsskyldum dósum og flöskum í þessa gáma og styrkja Gróttu og skátastarfið í landinu.

Áfram Grótta!

Magnus teiknaði jólakort Gróttu 2020

Jólakortsamkeppni Gróttu var haldin í annað skipti nú fyrir jólin. Við efndum til teiknisamkeppni í 4. bekk Mýrarhúsaskóla um að velja teikningu sem myndi príða jólakortið í ár.

Magnus Holm-Andersen átti teikninguna sem varð hlutskörpust og hún prýðir jólakort félagsins árið 2020. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir 3 aðrar teikningar.

Við viljum þakka skólastjórnendum í Mýrarhúsaskóla fyrir samstarfið í ár og þessi viðburður er orðinn hefð hjá félaginu.

Leynast myndir úr starfi Gróttu í þinni geymslu ?

Hún Hrafnhildur Thoroddsen kemur á skrifstofuna til okkar hjá Gróttu þrisvar í viku og vinnur að ýmsum tilfallandi verkefnum. Fyrir nokkru fjárfestum við í myndaskanna og því er Hrafnhildur þessa dagana að skanna inn mikið safn mynda sem safnast hafa í gegnum árin úr starfi félagsins.

Verkefnið gengur vel en okkur langar að kanna hvort það leynist mögulega fleiri myndir sem tengjast sögu og starfi Gróttu í albúmum eða geymslum.

Lumar þú mögulega á myndum sem við mættum fá lánaðar til að skanna?

Ef svo er settu þig í samband við gullijons@grotta.is sem einnig veitir nánari upplýsingar.

Sérstakur covid-19 íþrótta- og tómstundastyrkur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn vegna áhrifa af Covid-19. Markmið styrkjanna er að jafna tækifæri barna sem búa á tekjulægri heimilum til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Nánari upplýsingar og umsóknarform er að finna hér:

Íslenska – https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs
Enska – https://island.is/…/support-for-childrens-recreational

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/11/18/Opnad-fyrir-umsoknir-a-serstokum-ithrotta-og-tomstundastyrk-vegna-ahrifa-af-Covid-19/?

Nýtt hugarfarmynd um hugrekki

Hér kemur síðasta myndbandið í röð hugarfarmyndbanda Gróttu sem hófst 19. október síðastliðinn. Jón Halldórsson og Anna Steinsen frá Kvan hafa í síðustu viku fjallað um sjálfstraust, styrkleikana, liðsheild en í þessu myndbandi tekur Anna fyrir hugrekki.

Halda áfram að lesa