Andlát – Ásmundur Einarsson

Það voru miklar sorgarfregnir sem bárust okkur Gróttufólki sunnudaginn 24. júlí síðastliðinn að Ásmundur Einarsson hafi verið bráðkvaddur langt fyrir aldur fram. Ásmundur eða Ási eins og hann var jafnan kallaður vann fyrir handknattleiksdeild Gróttu um árabil bæði í barna- og unglingaráði og nú síðast sem formaður handknattleiksdeildar félagsins. Ási hefur einnig verið lykilmaður í undirbúningi og umgjörð nánast allra heimaleikja Gróttu undanfarin ár. Ása verður sárt saknað í starfi félagsins.

Íþróttafélagið Grótta vottar fjölskyldu, ættingjum og vinum samúð sína og minnir um leið á styrktarsjóð barna hans: 0370-13-011901, kt. 180282-4839.

Garðar 80 ára í dag

„Ungum verzlunarmanni hjá Jes Zimsen í Hafnastræti datt í hug fyrir tæpu ári, að það væri ekki fráleitt að stofna knattspyrnufélag í hans bæjarhverfi. Félagið var stofnað 10. febrúar 1966 (innskot: formleg stofnun félagsins var 24. apríl 1967)  og vitanlega fékk það nafnið Knattspyrnufélagið Grótta, því félagið er staðsett á Seltjarnarnesi.  Garðar Guðmundsson, en svo heitir þessi ungi maður, var í sumar einn með 126 stráka á æfingum. Hann var jafnframt formaður félagsins, ritari og gjaldkeri. Hann var allt í öllu og rak Knattspyrnufélagið eins og einkafyrirtæki sem dafnaði í hans höndum dag frá degi.”

Þannig byrjar frétt úr dagblaðinu Vísi 13. janúar 1967 um fyrstu skref Íþróttafélagsins Gróttu undir stjórn Garðars. Í dag 19. maí 2022 fagnar Garðar stórum áfanga er hann fagnar 80 ára afmæli sínu.

Á laugardaginn verður haldið fótboltamót á Vivaldivellinum til heiðurs Garðari sem við hvetjum Gróttufólk til að fjölmenna á, en mótið verður á Vivaldivellinum á milli 10:15 og 14:00. Garðar hefur þjálfað Old Boys í Gróttu í alls 38 ár – byrjaði árið 1984 og geri aðrir betur.

Íþróttafélagið Gróttu óskar Garðari innilega til hamingju með stórafmælið og þakkar honum fyrir hans framlag í þágu félagsins.

Skráning á sumarnámskeið

Sumarstarfið verður með hefðbundu sniði og verður gott framboð af spennandi afþreyingu fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6 -18 ára á Seltjarnarnesi, líkt og undanfarin ár. Skráning opnar þriðjudaginn 3. maí kl. 12:00.

Halda áfram að lesa

Aðalfundir Gróttu – Þröstur nýr formaður

Aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram í gærkvöldi, þriðjudaginn 26. apríl og fóru þeir fram í hátíðarsal félagsins. 

Guðmundur Sigurbergsson formaður UMSK hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Braga Björnssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn og gjaldkerar deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu og rekstrarniðurstöður. 

Heilt yfir gekk rekstur félagsins vel á árinu og hefur reksturinn almennt verið í góðu jafnvægi á árinu 2021 þrátt fyrir að covid faraldurinn hafði minnt á sig.

Þröstur Guðmundsson tók við formennsku aðalstjórnar af Braga Björnssonar sem lætur af störfum eftir formennsku í 4 ár.   Aðrar breytingar á aðalstjórn eru að Anna Björg Erlingsdóttir og Svala Sigurðardóttir koma nýjar í stjórn en Bragi og Fanney Rúnarsdóttir fara úr stjórn. 

Stjórn fimleikadeildar og handknattleiksdeildar er óbreytt.
Í stjórn unglingaráðs handknattleiksdeildar var sú breyting að Guðrún Dóra Bjarnadóttir kemur inn í stað Hildar Ýrar Hjálmarsdóttir. 

Stjórn knattspyrndudeildar er sú breyting að Pétur Ívarsson og Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir hverfa úr stjórn en inn koma Helgi Héðinsson, Hildur Ólafsdóttir og Stefán Bjarnason. 

Gefin var út glæsileg árskýrsla fyrir síðasta ár:
https://grotta.is/wp-content/uploads/2022/04/A%CC%81rssky%CC%81rsla-Gro%CC%81ttu-2021-ok-web.pdf

Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari félagsins mætti svæðið og tók frábærar myndir sem lýsa vel heppnuðum aðalfundi.