3. flokkur karla hélt til Vestmannaeyja snemma á laugardaginn og keppti við ÍBV í bikarnum. Leikurinn endaði 9-1 fyrir Gróttu og því þrjú stig tekin með heim í Herjólf. Halldór Orri skoraði fjögur mörk, Ingi Hrafn tvö og Ómar, Eðvald og Hannes voru allir með eitt mark hvor. Glæsilegur sigur hjá strákunum.
Meistaraflokkur karla áfram í 32-úrslit Mjólkurbikarsins
Meistaraflokkur karla sigraði KFR 10-0 í annarri umferð Mjólkurbikarsins fyrr í dag 👏🏼 Pétur Theódór hélt uppteknum hætti og skoraði fjögur mörk í leiknum, Óliver Dagur skoraði tvennu og Axel Sigurðsson, Kristófer Orri, Björn Axel og Grímur Ingi skoruðu allir eitt mark. Strákarnir eru því komnir áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Grótta mætir Fylki 1. maí kl. 14:00 en leikurinn fer fram í Árbæ. Áfram Grótta!
Meistaraflokkur áfram í aðra umferð Mjólkurbikarsins eftir 8-2 sigur á Álftanesi
Meistaraflokkur karla hóf fótboltasumarið skemmtilega á Vivaldivellinum fyrr í kvöld með 8-2 sigri á Álftanesi í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins.
Halda áfram að lesa