Laugardaginn 31. maí skelltu 7. flokkur karla og 8. flokkur karla og kvenna sér á VÍS mót Þróttar. Sumir voru að fara á sitt fyrsta mót á ævinni en allir á sitt fyrsta mót í langan tíma. Grótta fór með 3 lið úr 8. flokki karla, 1 lið úr 8. flokki kvenna og 2 lið úr 7. flokki karla. Krakkarnir voru hress og kát innan sem utan vallar og greinilegt að það var mikið fjör að fá loksins að keppa í fótbolta!
Continue reading7. flokkur á Norðurálsmótið
7. flokkur karla tók þátt á hinu margfræga Skagamóti um liðna helgi. Þar voru mættir til leiks rúmlega 1.500 strákar frá öllum landshornum til að spila fótbolta og skemmta sér með liðsfélögum og fjölskyldu. Eins og sjá má á þessum myndum var stemningin hjá Gróttuhópnum góð og spilamennskan ekki síðri, sérstaklega þegar leið á mótið og Gróttustrákarnir voru farnir að venjast grasinu og 7-manna boltanum en yfirleitt er leikinn 5-manna bolti í allra yngstu flokkunum. Þetta eru framtíðarleikmenn Gróttu og geta þjálfararnir Bjarki Már og Bjössi verið ánægðir með starf sitt með drengjunum.