Sjálfboðaliðar ársins 2022

Án allra sjálfboðaliðanna væri starf félagsins lítilfjörlegt. Fjölmargir koma að daglegu starfi Gróttu allan ársins hring og erum við þeim gríðarlega þakklát fyrir þeirra ómetanlegu störf í þágu félagsins okkar. 

Í byrjun ársins veittu deildir félagsins viðurkenningar fyrir sjálfboðaliða ársins 2022 og þeir eru  Arnkell Bergmann Arnkelsson hjá handknattleiksdeild, Eyjólfur Garðarsson hjá fimleikadeild og Halla Bachmann Ólafsdóttir hjá knattspyrnudeild

Takk kærlega allir okkar sjálboðarliðar 🙏

Arnkell Bergmann Arnkelsson
Sjálfboðaliði handknattleiksdeildar Gróttu 2022 er Arnkell Bergmann Arnkelsson. Hann ásamt Ása heitnum og Viggó Kristjánssyni í Þýskalandi tóku við stjórn Handknattleiksdeildar í desember 2021. Þeir þrír sáu um öll mál fram að fráfalli Ása. Arnkell stóð þá einn á vaktinni á landinu en núna hefur bæst við stjórnina.
Eyjólfur Garðarsson
Sjálfboðaliði ársins 2022 fimleikadeild Gróttu er Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari. Eyjólfur hefur verið boðinn og búinn að mæta og mynda starfið hjá deildinni oft með litlum fyrirvara.  Fimleikadeild þakkar Eyjólfi fyrir óeigingjarnt starf í þágu heildarinnar. 

Halla Bachmann Ólafsdóttir 
Sjálfboðaliði ársins 2022 hjá knattspyrnudeild er Halla Bachmann Ólafsdóttir. Halla hefur reynst knattspyrnudeild drjúg um áralangt skeið. Á árinu sem var að líða tók Halla fyrst og fremst þátt í undirbúningi og framkvæmd leikja meistaraflokks kvenna, sem hún gerði af miklum myndarbrag eins og henni er von og vísa. Stjórnaði hún sölustúlkum í sjoppunni og gætti þess að kaffi og kakó væru á könnunum. Þá bakaði Halla að sjálfsögðu umtalsvert magn af vöfflum og reiddi fram með rjóma og sultu. Kunnu áhorfendur vel að meta viðurgjörninginn, raunar svo að það var umtalað í stúkunni.

13 aðilar hlutu heiðursmerki Gróttu

Íþróttafélagið Grótta veitti í byrjun ársins þrettán aðilum heiðursmerki sem hafa unnið gott starf fyrir félagið.
Þau eru: Kári Garðarsson sem fékk gullmerki Gróttu. Anna Sóley Jensdóttir og Ragnar Rafnsson sem fengu silfurmerki félagsins. Bronsmerki hlutu Bernódeus Sveinsson, Bjarni Geir Halldórsson, Bragi Björnsson,
Fjalar Sigurðarson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hreinn Októ Karlsson, Kristinn Þorvaldsson,
Sigurbergur Steinsson, Þór Sigurðsson og Þóra Kristín Jónsdóttir
Til hamingju öll sömul og takk fyrir ómetanlegt starf fyrir Gróttu

Maksim þjálfari ársins 2022

Maksim Akbachev var valinn þjálfari ársins 2022 hjá Gróttu á hófi sem var haldið um miðjan janúar mánuð.
Maksim er yfirþjálfari handboltadeildar og var aðstoðarþjálfari hjá mfl karla 2020-2022 auk þess að þjálfa yngri flokka, núna í vetur þjálfar hann 5fl. karla og 4fl. kvenna. 

Tilnefndir sem þjálfarar ársins voru frá fimleikadeild Bjarni Geir H. Halldórsson og frá knattspyrnudeild Pétur Rögnvaldsson.

Antoine Óskar íþróttamaður æskunnar 2022

Antoine Óskar Pantano handknattleiksmaður er íþróttamaður æskunnar 2022. Hann er lykilleikmaður og fyrirliði í 3.flokk félagsins sem og í ungmennaliðinu. Hann hefur leikið með meistaraflokknum í Olísdeildinni og lék sína fyrstu unglingalandsleiki með U16 síðasta sumar.

Continue reading

Tilnefndar sem íþróttakona æskunnar

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.

Auk þess verður kjörin íþróttakona æskunnar, tilnefndar eru frá fimleikadeild: Lilja Hugrún Pétursdóttir og Lovísa Anna Jóhannsdóttir. Frá handknattleiksdeild: Katrín Scheving Thorsteinsson og Lilja Hrund Stefánsdóttir. Frá knattspyrnudeild:

Sara Björk Arnarsdóttir og Jóna Guðrún Gylfadóttir

Jóna Guðrún Gylfadóttir
Katrín Scheving Thorsteinsson
Lilja Hugrún Pétursdóttir
Lilja Hrund Stefánsdóttir
Lovísa Anna Jóhannsdóttir
Sara Björk Arnarsdóttir

Tilnefndir sem íþróttamaður æskunnar

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.

Auk þess verður kjörin íþróttamaður æskunnar, tilnefndir eru

frá handknattleiksdeild: Antoine Óskar Pantano og Gísli Örn Alfreðsson og frá knattspyrnudeild: Hannes Ísberg Gunnarsson og Tómas Johannessen.

Antoine Óskar Pantano
Gísli Örn Alfreðsson
Hannes Ísberg Gunnarsson
Tómas Johannessen

Íþróttamaður & kona Grótta verða krýnd í næstu viku

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörnir við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu. 

Auk þess verða krýnd íþróttafólk æskunnar, þjálfari ársins og sjálfboðaliðar ársins auk þess verða afhent verðlaun fyrir fyrstu landsleiki á síðasta ári.  

Við hvetjum allt Gróttufólk til að mæta og heiðra okkar flotta íþróttafólk.