Fimleikafjör í dymbilvikunni – FELLUR NIÐUR

ATHUGIÐ – Námskeið heftur verið fellt niður vegna sóttvarnaraðgerða. Vinsamlegast hafið samband við Ólöfu framkvæmdastjóra fimleikadeildar Gróttu varðandi endurgreiðslu á þátttökugjaldi. Tölvupóstfang fimleikadeild@grotta.is og sími 561-1137.

Fimleikadeild Gróttu ætlar að bjóða upp á Fimleikafjör dagana 29., 30. og 31. mars fyrir krakka á aldrinum 7 – 10 ára (2011-2014).

Fimleikasalurinn er opinn og farið verður í fimleikaæfingar, leiki og frjálsan leik. Hægt verður að lita og perla ef fimleikaorkan klárast.

Fjörið er frá kl. 09:00 – 12:00. Krakkarnir þurfa að taka með sér hollt og gott nesti.

Hver dagur kostar 2700 kr. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum https://www.sportabler.com/shop/grotta.

ATH: Það er takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Gróttu

Afhending verðlauna fyrir íþróttafólk Gróttu fyrir árið 2020 fór fram með öðru sniði í ár. Við tókum saman myndband þar sem er að finna samantekt á afhendingu verðlauna, myndum af merkjahöfum og kynningar frá Braga Björnssyni formanni Gróttu.

Jólakveðja Gróttu

Íþróttafélagið Grótta óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum stuðninginn og samfylgdina á árinu sem er að líða.

Continue reading

Styrktu Gróttu og Græna skáta með dósum og flöskum

Íþróttafélagið Grótta í samstarfi við Græna skáta eru með tvo dósagáma við inngang íþróttamiðstöðvar Gróttu. Gróttufólk er hvatt til að koma skilagjaldsskyldum dósum og flöskum í þessa gáma og styrkja Gróttu og skátastarfið í landinu.

Áfram Grótta!

Magnus teiknaði jólakort Gróttu 2020

Jólakortsamkeppni Gróttu var haldin í annað skipti nú fyrir jólin. Við efndum til teiknisamkeppni í 4. bekk Mýrarhúsaskóla um að velja teikningu sem myndi príða jólakortið í ár.

Magnus Holm-Andersen átti teikninguna sem varð hlutskörpust og hún prýðir jólakort félagsins árið 2020. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir 3 aðrar teikningar.

Við viljum þakka skólastjórnendum í Mýrarhúsaskóla fyrir samstarfið í ár og þessi viðburður er orðinn hefð hjá félaginu.

Leynast myndir úr starfi Gróttu í þinni geymslu ?

Hún Hrafnhildur Thoroddsen kemur á skrifstofuna til okkar hjá Gróttu þrisvar í viku og vinnur að ýmsum tilfallandi verkefnum. Fyrir nokkru fjárfestum við í myndaskanna og því er Hrafnhildur þessa dagana að skanna inn mikið safn mynda sem safnast hafa í gegnum árin úr starfi félagsins.

Verkefnið gengur vel en okkur langar að kanna hvort það leynist mögulega fleiri myndir sem tengjast sögu og starfi Gróttu í albúmum eða geymslum.

Lumar þú mögulega á myndum sem við mættum fá lánaðar til að skanna?

Ef svo er settu þig í samband við gullijons@grotta.is sem einnig veitir nánari upplýsingar.