Heimaleikjakort knattspyrnudeildar Gróttu eru komin í sölu. Við hvetjum alla stuðningsmenn til að næla sér í kort á kostakjörum. Handhafar heimaleikjakorta njóta forgangs á völlinn. Sala heimaleikjakorta fer fram í vefverslun grotta.is/knattspyrnudeild/heimaleikjakort
Continue readingÍþróttafélagið Grótta 55 ára
Íþróttafélagið Grótta fagnar í dag 55 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað þennan dag, 24. apríl árið 1967. Í gegnum tíðina hafa ýmsar greinar verið stundaðar innan félagsins svo sem körfuknattleikur, kraftlyftingar, skák og skíði. Í dag starfar Grótta í þremur deildum, fimleika-, handknattleiks- og knattspyrnudeild.
Continue readingAðalfundir Gróttu næsta þriðjudag
Hrafnhildur nýr framkvæmdastjóri fimleikadeildar
Aðalfundir Gróttu 26. apríl
Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram þriðjudaginn 26.apríl 2022.
Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30.
Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.
Sjá nánar á facebook viðburð
https://www.facebook.com/events/489647929333086?ref=newsfeed
Ofurhetjumót Gróttu og MINISO tókst vel
Ofurhetjumót Fimleikadeildar Gróttu og MINISO fór fram um síðustu helgi og sýndu alls 400 ofurhetjur frá 8 félögum listir sínar. Mótið gekk ótrúlega vel og þökkum við öllum keppendum og foreldrum þeirra fyrir komuna. Þjálfurum og dómurum þökkum við fyrir vel unnin störf ásamt öllum þeim sjálfboðaliðum sem lagt hafa hönd á plóg. Við þökkum aðalstyrktaraðila mótsins versluninni MINISO í Kringlunni sérstaklega fyrir stuðninginn en allir keppendur fóru heim með glaðning frá þeim.
Ofurhetjumót Miniso um helgina
Hið árlega ofurhetjumót Miniso verður haldið um helgina í fimleikahúsi Gróttu. Aldrei hafa fleiri þáttakendur tekið þátt í mótinu en alls sýna 430 keppendur frá átta félögum listir sínar og keppa í 3., 4., 5. og 6. þrepi íslenska fimleikastigans.
Félögin sem taka þátt auk Gróttu eru Gerpla, Björk, Ármann, Stjarnan, Keflavík, Fjölnir og Fylkir.
Opið er fyrir miðasölu á mótið inn á Tix.is https://tix.is/is/buyingflow/tickets/12807/
Leikir & mót framundan
HANDKNATTLEIKUR
Meistaraflokkur karla sigraði HK glæsilega í mikilvægum leik í gærkvöldi. Þeir heimsækja Hauka heim á Ásvelli á sunnudaginn (27.feb) og hefst leikurinn kl. 18:00.
Grill 66 deild kvenna er fríi fram í mars vegna landsleikja. Næsti leikur kvennaliðs Gróttu er gegn U-liði ÍBV 18 mars.
U-lið Gróttu á leik á laugardaginn þegar þeir mæta U-liði HK kl.13:30 í Kórnum.
KNATTSPYRNA
Lengjubikarinn heldur áfram um helgina þegar Karlalið Gróttu mætir ÍBV á sunnudaginn kl. 14:00 á Vivaldivellinum okkar. Liðið mætti Þrótti Vogum um síðustu helgi og endaði leikurinn 2-2.
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur leik 6. mars í Lengjubikarnum þegar þær mæta Sindra á Vivaldi vellinum kl. 13:00.
FIMLEIKAR
Það styttist í stærsta mót fimleikdadeildar en hið árlega MINISO Ofurhetjumót Gróttu er helgina 4-6 mars.
Leikir & mót framundan
HANDKNATTLEIKUR
Næsta umferð í Olís Deild karla verður spiluð á miðvikudaginn næsta (23 feb) og þá er gríðarlega mikilvægur leikur þegar HK kemur í heimsókn til okkar í Hertz höllina og hefst leikurinn kl. 19:30. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið því HK situr í 11 sæti með 3 stig en Grótta með 7 stig í 10 sætinu og með sigri nær Grótta að kljúfa sig enn frekar frá botnsætunum.
Meistaraflokkur kvenna á leik í bikarnum í kvöld (fimmtudag) en þær mæta ÍR í Austurbergi kl. 19:30.
Grill 66 deild kvenna er fríi fram í mars vegna landsleikja. Næsti leikur kvennaliðs Gróttu er gegn U-liði ÍBV 18 mars.
U-lið Gróttu á leik um helgina þegar þeir mæta Selfoss 2 á Selfossi föstudaginn kl. 19:30.
KNATTSPYRNA
Karlalið Gróttu mætir Þrótti Vogum í fyrsta heimaleik liðsins á laugardaginn í Lengjubikarnum kemur (19.feb) kl. 14:00.
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur leik 6. mars í Lengjubikarnum þegar þær mæta Sindra á Vivaldi vellinum kl. 13:00.
FIMLEIKAR
Það styttist í stærsta mót fimleikdadeildar en hið árlega MINISO Ofurhetjumót Gróttu er helgina 4-6 mars.
Viltu gerast sjálfboðaliði hjá Gróttu
Félag eins og Grótta er rekin meira og minna af sjálfboðaliðum og verja sjálfboðaliðar drjúgum hluta af tíma sínum til að láta gott af sér leiða í þágu félagsins síns. Fyrir það erum við gríðarlega þakklát án ykkar væri Grótta ekki til. Tilfinningin að láta gott af sér leiða er góð og það er gefandi að vera hluti af því að halda starfsemi félagsins gangandi.
Margar hendur vinna létt verk heyrist oft. Við erum því alltaf að leita að fleiri einstaklingum til að koma að sjálfboðaliðastörfum hjá Gróttu. Það er undir hverjum og einum komið hversu stórt hlutverk menn velja sér.
Á meðfylgjandi google forms skjali má finna eyðublað með frekari upplýsingum um hvaða sjálfboðaliðastörf eru í boði. Allt frá stjórnarstörfum til prófarkalesturs og allt þar á milli. Athugið að listinn er langt frá því að vera tæmandi.
Hefur þú áhuga á að bætast í hópinn?