Seinna jólanámskeið Gróttu hefst á morgun

Við minnum á skráninguna á Jólanámskeið Gróttu fyrir krakka og unglinga núna yfir hátíðarnar. Seinna námskeiðið hefst á morgun, miðvikudaginn 27.desember.

Allar nánari upplýsingar má sjá hér að neðan

____________________________________________

Jólanámskeið Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu býður upp á tvö jólanámskeið núna yfir hátíðarinnar. Fyrra námskeiðið er 21. – 22.desember og seinna námskeiðið 27. – 29.desember. Námskeiðin fara fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Námskeiðin eru aldursskipt. Annað námskeiðið er fyrir krakka f. 2012-2017 og hinn námskeiðið fyrir iðkendur 2011-2008 eða þau sem skipa 4. og 5. flokk.

Námskeiðin eru jafnt fyrir þá sem eru að æfa og vilja prófa handbolta. Æfingarnar á yngra námskeiðinu eru frá kl. 09:00-12:00 og þurfa krakkarnir að taka með sér nesti. Æfingarnar á eldra námskeiðinu eru 12:30-14:00.

Við hvetjum alla krakka sem vilja æfa aukalega að mæta, æfa og hafa gaman um hátíðarinnar.

Þjálfarar námskeiðsins eru þjálfarar yngri flokka félagsins. Sagan segir að óvæntir gestaþjálfarar kíki í heimsókn…..

Skráning fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Fyrra jólanámskeiðinu lokið

Rétt eftir hádegi 22.desember lauk fyrra jólanámskeiði Gróttu. Farið var yfir gabbhreyfingar, varnarstöðu og hin ýmsu smáatriði sem mikilvægt er að kunna í handbolta. Krakkarnir fengu síðan enga smá heimsókn því Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður karla og Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður kvenna í handbolta komu og spjölluðu við krakkana. Þau gáfu sér síðan tíma til að gefa áritanir og margir sem nýttu sér það.

Seinna jólanámskeiðið hefst síðan 27.desember og því lýkur 29.desember. Hægt er að skrá sig á alla þrjá dagana en einnig er hægt að skrá sig á stakan dag. Skráningin fer fram í Sportabler: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !