Þjónustukönnun Gróttu 2021

Þjónustukönnun Íþróttafélagsins Gróttu var gerð dagana 2.-25. júní síðastliðinn. Könnunin var framkvæmd af Hólmfríði Önnu Martel Ólafsdóttur fyrir Gróttu.

Almennt má segja að ánægja foreldra með starfið sem fram fer í Gróttu sé mikil, heildaránægja mælist 4,04 af 5 mögulegum. Mjög jákvætt er að sjá líðan barna er sá þáttur sem er hæst metinn eða 4,40 sem er gríðarlega mikilvægur mælikvarði fyrir Gróttu.

Í ár spurðum við aftur sérstaklega um COVID-19. Almenn ánægja var með upplýsingagjöf Gróttu vegna faraldursins en 82% foreldra voru ýmist mjög ánægð eða frekar ánægð með upplýsingagjöf félagsins.

Niðurstöður þjónustukönnunarinnar fyrir Gróttu í heild og einstaka deildir má sjá með því að smella hér.

Árskortin komin í sölu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur hafið sölu á árskortum vetrarins Boðið er upp á fimm mismunandi gerðir af árskortum sem henta fjölbreyttum hópi áhorfenda. Athygli er vakin á að miðaverð á leiki í vetur er 2000 kr. Sala á heimaleikjakortum er stór fjáröflunarþáttur í starfi félagsins.

Continue reading