Hulda Sigurðardóttir er genginn til liðs við Gróttu á láni frá Fylki. Hulda, sem er fædd árið 1993, hefur spilað 123 leiki (48 í efstu deild) með Leikni, Haukum og Fylki og skorað í þeim 24 mörk. Þá á Hulda að baki 10 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu fagnar komu Huldu á Nesið. „Það er frábært fyrir okkar unga lið að fá hæfileikaríkan og reynslumikinn leikmann eins og Huldu í okkar raðir. Hún getur spilað margar stöður og brotið leikinn upp. Hulda er sterkur karakter og strax á hennar fyrstu æfingum hefur sést hve öfluga keppnismanneskju hún hefur að geyma.“ Hulda var einnig mjög kát með skiptin yfir í Gróttu. „Ég er mjög glöð að vera komin í Gróttu og hlakka til að byrja að spila. Það er mikil stemning og metnaður innan hópsins og móttökurnar sem ég fékk voru frábærar. Vonandi get ég hjálpað liðinu að eiga frábært sumar í Lengjudeildinni.“