Grótta hefur náð samkomulagi við Breiðablik um að fá Karl Friðleif Gunnarsson að láni fyrir átökin í Pepsi max deildinni á komandi keppnistímabili. Karl Friðleifur er stórefnilegur knattspyrnumaður, fæddur árið 2001 og uppalinn í Kópavoginum hjá Breiðabliki. Hann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands í gegnum tíðina, en hann hefur leikið samtals 27 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 7 mörk. Karl steig sín fyrstu skref í efstu deild sumarið 2018 undir stjórn Ágústar Gylfasonar. Karl Friðleifur er frábær viðbót við ungt og spennandi lið Gróttu, sem hefur leik í Pepsi max deild karla þann 14. júní næstkomandi, í fyrsta sinn í sögu félagsins.