Stækkun á íþróttaaðstöðu Gróttu

Þriðjudagurinn 13. desember 2016 mun verða merkilegur dagur í sögu Gróttu þegar fram líða stundir. Ástæðan er sú að þennan dag skrifuðu fulltrúar Seltjarnarnesbæjar og Reykjavíkurborgar undir samkomulag þess efnis að sveitarfélögin munu í sameiningu standa að endurbótum á fimleikaaðstöðu félagsins.

Halda áfram að lesa

Grótta tekur við rekstri íþróttamannvirkja

Grótta hefur frá og með 1. september fengið tækifæri til að annast rekstur íþróttamannvirkja sem Seltjarnarnesbær hefur rekið fram til þessa. Reglulega á undanförnum árum hefur Grótta óskað eftir því við Seltjarnarnesbæ að annast rekstur íþróttamannvirkja bæjarins. Það er því gleðistund fyrir Gróttu að bæjaryfirvöld veiti félaginu tæklifæri til rekstrarins.

Halda áfram að lesa

Bæjarhátíð Seltjarnarness

Bæjarhátíð Seltjarnarness verður haldin 26.-28. ágúst og mun Grótta líkt og undanfarin ár taka þátt í dagskránni. Dagskrá bæjarhátíðarinnar má finna vef Seltjarnarnessbæjar, www.seltjarnarnes.is

Halda áfram að lesa