Grótta semur við Spiideo

Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við sænska vefútsendingafyrirtækið Spiideo til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér upptöku og streymi á öllum heimaleikjum meistaraflokka og yngri flokka. Auk þess að streyma leikjunum geta þjálfarar deildarinnar notað upptökurnar til þjálfunar sinna flokka.

Segja má að þetta sér bylting fyrir Gróttu og gaman að geta boðið áhorfendum og ekki síst okkar iðkendum og þjálfurum upp á hágæða upptökur á heimaleikjum.

Til að byrja með mun hver útsending kosta 5 evrur og þurfa notendur að skrá sig inn í fyrsta skipti sem þeir horfa á leiki.

Allir hlekkir á alla heimaleiki Gróttu munu koma inn á heimasíðu Gróttu á þessa síðu: grotta.is/handknattleiksdeild/handboltaleikir

Skáknámskeiðin byrja á morgun

Skáknámskeiðin byrja á morgun (þriðjudag 8. nóv)

Alls verða þetta 6 skipti, einn klukkutími í senn / síðasti tími er 13. desember.
Kennt verður í hátíðarsalnum í íþróttahúsi Gróttu.

Námskeið verða á þriðjudögum.
Yngri frá kl. 14:00-15:00
Eldri frá kl. 15:00-16:00.

Boðið verður upp á tvo aldursflokka:
Yngri (1.-3. bekkur/fædd 2014-2016) Skráning:
https://www.sportabler.com/…/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTQyMTQ=?

Eldri (4.-7. bekkur/fædd 2010-2013) Skráning:
https://www.sportabler.com/…/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTQyMTU=?

Fjöldi á hvoru námskeiði verða 16 krakkar og það er enn pláss í báða aldurshópa.
Verð: 5000 kr.
Kennari: Daði Ómarsson

Grótta er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Íþróttafélagið Grótta fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á fundi aðalstjórnar í vallarhúsi Gróttu miðvikudaginn 2. nóvember síðastliðinn.

Það var Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem afhenti viðurkenningarnar til fulltrúa aðalstjórnar og allra deilda félagsins, þ.e. knattspyrnu-, handknattleiks- og fimleikadeildar. Félagið hlaut fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ árið 2005.

Á hópmyndinni eru frá vinstri, Andri Stefánsson, Guðjón Rúnarsson formaður fimleikadeildar, Arnkell Bergmann Arnkelsson formaður handknattleiksdeildar, Þröstur Þór Guðmundsson formaður Íþróttafélagsins Gróttu, Þorsteinn Ingason formaður knattspyrnudeildar og Gunnlaugur Jónsson íþróttastjóri félagsins.
Eyjólfur Garðarsson tók myndir við þetta tilefni.

„Við hjá Íþróttafélaginu Gróttu erum stolt og þakklát fyrir að fá viðurkenningu ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélag. Það er afar mikilvægt fyrir félagið að ná þessu markmiði enda keppist Grótta við að vera til fyrirmyndar á öllum sviðum“, sagði Þröstur Þór formaður félagsins af þessu tilefni.

Fjórar valdar í unglingalandslið

Fjórir fulltrúar frá Gróttu voru valdir í unglinglandslið HSÍ á dögunum. Arna Katrín Viggósdóttir og Kristín Fríða Scheving voru valdar í U15 ára landsliðið en Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson eru þjálfarar liðsins.

Katrín Anna Ásmundsdóttir og Katrín Scheving voru valdar í U19 áa landsliðið en þjálfarar þess liðs eru Ágúst Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson.

Við óskum okkar fulltrúum til hamingju með valið og vonum að þær hafi nýtt tækifærið til hins ýtrasta.

Áfram Grótta !

2. flokkur karla upp um deild!

Það var frábær stemning á Vivaldivellinum og fjöldi fólks í stúkunni þegar 2. flokkur karla tryggði sér sæti í B-deild Íslandsmótsins í lok september. Andstæðingar Gróttu var lið KR2 sem tefldi fram nokkrum sterkum leikmönnum í leiknum, þar sem jafnræði var með liðunum fyrsta hálftímann. Grótta skoraði tvö mörk rétt fyrir leikhlé og í byrjun seinni hálfleiks gerðu strákarnir út um leikinn og komust í 4-0. Kjartan Kári Halldórsson var með tvö mörk, Benjamin Friesen með eitt og eitt markanna var sjálfsmark. Halldór Orri Jónsson skoraði rétt fyrir leikslok og tryggði Gróttu 5-0 sigur og mikil gleði braust út í leikslok. Í sumar hefur liðsheildin í 2. flokknum verið sterk og leikmenn A- og B-liðsins staðið vel við bakið hvor á öðrum. Við óskum strákunum og þjálfurum þeirra, Arnari Þór Axelssyni og Dominic Ankers, innilega til hamingju með árangurinn!

CRAFT VEFVERSLUN

Nú er samstarfið okkar við hið sænska fatamerki Craft komin í fullan gang. Fimleika- og handboltadeild hafa lokið mátunardögum en það er ekki orðið klárt hvernig búningamálum verður háttað hjá knattspyrnudeild. 

Ný vefverslun fyrri Craft hefur verið opnuð craftverslun.is og þar er að finna svæði tengt okkar vörum. 

Lumar þú á ljósmyndum úr starfi Gróttu?

Undanfarið ár höfum við verið í átaki að leita uppi myndir úr starfi Gróttu í gegnum tíðina. 
Hrafnhildur Thoroddsen sem kemur til okkar þrisvar í viku og hún hefur undanfarið ár skannað allar þær myndir sem hafa safnast saman hjá okkur á skrifstofu Gróttu. 
Við viljum líka taka við stafrænum myndum sem við getum geymt í skýinu okkar. 

Nánar upplýsingar gullijons@grotta.is

Við höfum reglulega sett  inn gamlar Gróttumyndirí albúm  á Facebook síðu okkar. 
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10159472844209874&vanity=97036674873

Hrafnhildur að skanna myndir úr sögu Gróttu