6. og 7. flokkur kvenna á Krónumóti HK

6. og 7. flokkur kvenna Gróttu kepptu á Krónumóti HK um helgina sem fór fram í Kórnum. Á laugardeginum spilaði 6. flokkur kvenna en þær tefldu fram 5 liðum á mótinu. Á sunnudeginum var svo komið að 7. flokki kvenna en þær voru með fjögur lið. Sumar voru að spila á sínu fyrsta alvöru fótboltamóti en þær höfðu allar beðið lengi spenntar eftir þessum degi, enda ansi langt síðan síðasta mót var. Stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel og ljóst að framtíðin er björt hjá Gróttu. Fleiri myndir má sjá á instagram.com/grottasport og á Facebook síðu Gróttu knattspyrna.

7. flokkur karla á Krónumóti HK


Rúmlega 30 Gróttustrákar úr 7. flokki karla fengu loksins að fara á fótboltamót þegar Krónumót HK var haldið í Kórnum í gær. Grótta fór með 6 lið á mótið og stóðu drengirnir sig allir með prýði. Mikil gleði var á mótinu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, en fleiri myndir má sjá á instagram síðu fótboltans (grottasport) og á facebook (Grótta Knattspyrna).

Hákon í æfingahóp U21 árs landsliðsins

Hákon Rafn Valdimarsson er í æfingahóp U21 árs landsliðsins sem æfir saman dagana 3. og 4. mars.  

U21 karla leikur í lokakeppni EM 2021 í lok mars, en liðið er í riðli með Rússlandi, Frakklandi og Danmörku. Tvö efstu lið riðilsins fara svo áfram í átta liða úrslit, en þau fara fram í júní ásamt undanúrslitum og úrslitum. Mótið fer fram í Slóveníu og Ungverjalandi, en Ísland leikur alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni í Györ í Ungverjalandi.

Björn Axel og Birkir semja við Gróttu

Björn Axel hefur snúið aftur í sitt uppeldisfélag en hann skrifaði á dögunum undir samning um að leika með Gróttu á komandi keppnistímabili. Björn Axel er 26 ára sóknarmaður sem á að baki 73 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 35 mörk, þar af 20 leiki fyrir Gróttu. Björn Axel spilaði með Gróttu árin 2015, 2018 og 2019 en hann hefur einnig spilað með KV, Njarðvík, KFR og KFS.

Hinn 19 ára Birkir Rafnsson skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu nú á dögunum. Birkir er uppalinn Gróttumaður en meðfram því að spila með 2. flokki á síðasta ári lék hann einnig með Kríu. Þar spilaði Birkir 15 leiki og skoraði í þeim þrjú mörk.

Knattspyrnudeild Gróttu fagnar því að fá Björn Axel aftur í félagið og því að hafa samið við Birki.

Rakel Lóa valin í æfingahóp U17 ára landsliðsins

Rakel Lóa Brynjarsdóttir hefur verið valin á æfingar hjá U17 ára landsliði kvenna dagana 22.-24. febrúar. Æfingarnar fara fram í Skessunni undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar, landsliðsþjálfara U17 kvenna. Við óskum Rakel innilega til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum 👊🏼

Lilja, Lilja og Emelía valdar í æfingahóp U16

Þær Lilja Davíðsdóttir Scheving, Lilja Lív Margrétardóttir og Emelía Óskarsdóttir hafa verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U16 kvenna dagana 15.-17. febrúar. Innilega til hamingju með valið stelpur! 

Rut valin í æfingahóp U15 ára landsliðsins

Rut Heiðarsdóttir hefur verið valin af Ólafi Inga Skúlasyni, landsliðsþjálfari U15 kvenna, í æfingahóp fyrir æfingar 10.-12. febrúar. Rut er á yngra ári í 3. flokki kvenna og er mjög efnileg knattspyrnukona.
Til hamingju Rut og gangi þér vel! 👏🏼

Grímur og Kjartan á úrtaksæfingar U18 ára landsliðsins

Þeir Grímur Ingi Jakobsson og Kjartan Kári Halldórsson hafa verið valdir af Ólafi Inga Skúlasyni, landsliðsþjálfara U18 karla, til að taka þátt í úrtaksæfingum 1.-3. febrúar. Grímur og Kjartan eru báðir fæddir árið 2003 og eiga hvor sex leiki að baki með meistaraflokki Gróttu.
Til hamingju strákar og gangi ykkur vel!

Kristófer Melsted framlengir hjá Gróttu

Kristófer Melsted hefur framlegt samning sinn við knattspyrnudeild Gróttu til tveggja ára. Kristófer er uppalinn Gróttumaður en hann á að baki 73 leiki fyrir Gróttu. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Gróttu árið 2016 og hefur síðustu ár verið einn lykilmanna liðsins en hann lék 16 leiki á síðasta tímabili í Pepsi Max deildinni.
Samningurinn er Gróttu sérstakt fagnaðarefni þar sem Kristófer er mikil fyrirmynd ungra íþróttamanna hjá félaginu, innan sem utan vallar.

Arnar Þór og Kristófer Orri framlengja hjá Gróttu

Þeir Arnar Þór Helgason og Kristófer Orri Pétursson hafa framlengt samninga sína við knattspyrnudeild Gróttu til tveggja ára.

Arnar Þór er 24 ára gamall miðvörður, sem hefur verið lykilmaður í vörn Gróttuliðsins síðastliðin ár ásamt því að vera afar ógnandi í vítateig andstæðinganna. Arnar Þór á að baki 83 leiki fyrir Gróttu og hefur skorað í þeim 9 mörk, en hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk félagsins árið 2016.

Kristófer Orri er 22 ára gamall miðjumaður, sem á að baki 74 leiki fyrir Gróttu, en hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk félagsins árið 2017. Kristófer hefur skorað 8 mörk fyrir meistaraflokk Gróttu og lagt upp fjölda marka fyrir félaga sína, sem hefur verið hans aðalsmerki. Enginn leikmaður gaf fleiri stoðsendingar í Pepsi Max deildinni sl. sumar en Kristófer Orri en þær voru 7 talsins

Samningarnir við Arnar Þór og Kristófer Orra eru mikið fagnaðarefni fyrir knattspyrnudeild Gróttu og alla stuðningsmenn félagsins.