Tilnefndar sem íþróttakona æskunnar

Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.

Auk þess verður kjörin íþróttakona æskunnar, tilnefndar eru frá fimleikadeild: Lilja Hugrún Pétursdóttir og Lovísa Anna Jóhannsdóttir. Frá handknattleiksdeild: Katrín Scheving Thorsteinsson og Lilja Hrund Stefánsdóttir. Frá knattspyrnudeild:

Sara Björk Arnarsdóttir og Jóna Guðrún Gylfadóttir

Jóna Guðrún Gylfadóttir
Katrín Scheving Thorsteinsson
Lilja Hugrún Pétursdóttir
Lilja Hrund Stefánsdóttir
Lovísa Anna Jóhannsdóttir
Sara Björk Arnarsdóttir

Grótta óskar eftir starfsmönnum í afleysingar í íþróttmannvirki Gróttu.

Íþróttafélagið Grótta óskar eftir starfsmönnum í afleysingar í íþróttmannvirki Gróttu.

Grótta er staðsett á Seltjarnarnesi og innan vébanda þess eru þrjár deildir; fimleikadeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild. Íþróttamannvirki Gróttu samanstanda af tveimur íþróttasölum, gervigrasvelli, fimleikasal auk búnings- og fundarherbergja, skrifstofuaðstöðu og veislusals.

Meginmarkmið Íþróttafélagsins Gróttu er að þjónusta alla félagsmenn á sem bestan hátt. Áhersla er lögð á árangursríkt samstarf við þá fjölmörgu sem nýta sér þjónustu Gróttu dag hvern.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfsmaður aðstoðar nemendur grunn- og leikskóla og iðkendur Íþróttafélagsins Gróttu í leik og starfi. Dagleg þrif á íþróttahúsinu og í vallarhúsi, t.d. íþróttasölum, göngum, anddyri, veislusal og búningsklefum.

Hæfniskröfur

Áhugi á að vinna með börnum

Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum

Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð

Hæfni til að vinna í hóp

Vinnutími er breytilegur og er óskað eftir starfsmanni sem getur sinnt tilfallandi afleysingum eftir þörfum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Garðarsson í síma 561-1133 og tölvupósti kari@grotta.is.

Nánari upplýsingar um Íþróttafélagið Gróttu er að finna á www.grotta.is.

Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2023. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið kari@grotta.is.