8 leikmenn í Hæfileikamótun HSÍ

Um helgina fóru fram æfingar í Hæfileikamótun HSÍ. Æfingarnar fóru fram í Kaplakrika í Hafnarfirði og var innihaldið taktík, markmiðssetning og spil undir stjórn yfirþjálfara Hæfileikamótunarinnar, Jóns Gunnlaugs Viggóssonar.

Flottir fulltrúar frá okkur tóku þátt:

Strákar:

Arnar Magnús Andrason
Helgi Skírnir Magnússon
Kári Kristjánsson
Kolbeinn Thors

Stelpur:
Arna Katrín Viggósdóttir
Auður Freyja Árnadottir
Kristín Fríða Scheving Thorsteinsson
Sara Kristjánsdóttir

Því miður þurftu Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Heba Davíðsdóttir að boða forföll.

Hæfileikamótun HSÍ er fyrsta skrefið inn í landsliðsumhverfi HSÍ og því frábært tækifæri fyrir okkar leikmenn að taka þátt. Þeir stóðu sig vel og vonandi verða þau öll í næsta úrtaki.

6. flokkur kvenna á GeoSilicamóti Keflavíkur

6. flokkur kvenna skellti sér á fyrsta mót ársins síðustu helgi. Mikil tilhlökkun var fyrir GeoSilicamóti Keflavíkur sem fór fram í Reykjaneshöllinni.
Grótta fór með sex lið á mótið og stóðu stelpurnar sig mjög vel! Hvert lið spilaði fimm leiki en 31 leikmaður var frá Gróttu. Að mótinu loknu fengu stelpurnar pizzu, medalíu og gjöf frá GeoSilica.