7. flokkur karla og kvenna á Hamingjumóti Víkings


7. flokkur karla og kvenna léku á Hamingjumóti Víkings í Fossvogi helgina 14. og 15. ágúst. Drengirnir léku á laugardeginum í sól og blíðu en stúlkurnar á sunnudeginum í rigningu og skýjum – en létu veðrið ekki á sig fá. 7. flokkur karla fór með 6 lið á mótið og 7. flokkur kvenna með 5 lið, en liðin hétu eftir leikmönnum meistaraflokks karla og kvenna. Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel á mótinu, en blanda af þrautseigju og leikgleði var ríkjandi hjá Gróttuliðunum.

Magnús Örn ráðinn U17 landsliðsþjálfari kvenna

Magnús Örn Helgason hefur verið ráðinn sem nýr U17 landsliðsþjálfari kvenna. Það þarf ekki að kynna Magnús Örn fyrir Gróttufólki en hann hefur starfað hjá knattspyrnudeild Gróttu frá árinu 2007 og er Gróttumaður í húð og hár. Hann lék upp yngri flokka Gróttu áður en hann sneri sér að þjálfun en hann hefur þjálfað flesta aldurshópa hjá félaginu auk þess að gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka árin 2014-2017. Árið 2018 tók Maggi við meistaraflokki kvenna og hann hefur stýrt liðinu síðan ásamt Pétri Rögnvaldssyni, en undir þeirra stjórn komst Grótta upp um deild árið 2019. 

Magga verður sárt saknað innan knattspyrnudeildarinnar, enda hefur hann gegnt stóru hlutverki þar lengi og sinnt starfi sínu af mikilli kostgæfni og ástríðu. Knattspyrnudeild Gróttu óskar Magga innilega til hamingju með nýja starfið og er hreykið af því að þjálfari félagsins sé orðinn landsliðsþjálfari. Maggi tekur við U17 ára landsliðinu að loknu keppnistímabili hjá meistaraflokki kvenna í september mánuði. Við hlökkum til að fylgjast með honum í nýju starfi. 

Silfur hjá Katrínu Önnu og U17 ára landsliðinu

U17 ára landslið kvenna hefur lokið þátttöku sinni í B-keppni Evrópumótsins sem fór fram í Klaipeda í Litháen seinustu daga. Liðið lék til úrslita í gær gegn Norður-Makedóníu eftir að hafa unnið frábæran sigur á Spáni á laugardaginn í undanúrslitum.

Úrslitaleikurinn gegn Norður-Makedóníu var jafn og skemmtilegur en það voru Norður-Makedónar sem voru sterkari að lokum og unnu nauman eins margs sigur, 26-27. Íslenska liðið með Katrínu Önnu Ásmundsdóttur innanborð þurfti þess vegna að sætta sig við silfur að þessu sinnu.

Katrín Anna getur verið stolt af sinni frammistöðu í mótinu en hún var næstmarkahæst í báðum leikjunum um helgina gegn Spáni og Norður-Makedóníu. Samtals skoraði Katrín Anna 18 mörk í mótinu og var með góða færanýtingu.

#grottahandbolti#breytumleiknum#handbolti