Um helgina fer fram Bikarmót FSÍ í Ármanni. Grótta sendir þrjú lið til leiks að þessu sinni. Við hlökkum til að sjá ykkur öll í stúkunni. Áfram Grótta!
Halda áfram að lesaTengslin efld milli meistaraflokks og yngri flokka
Þjálfarar meistaraflokks kvenna, þeir Magnús Örn Helgason og Pétur Rögnvaldsson, hrintu af stað nýju verkefni fyrr í vikunni sem stuðlar að því að efla tengsl milli meistaraflokks og yngri flokka. Nokkrum sinnum í mánuði verða tveimur duglegum stelpum úr 4. eða 5. flokki boðið að mæta á meistaraflokksæfingu.
Stelpurnar kíkja inn í klefa fyrir æfingu og sitja stuttan fund með liðinu, taka svo þátt í upphitun og léttum boltaæfingum. Verkefnið fór af stað á þriðjudaginn þegar þær Nína og Aufí úr 5. flokki voru með á meistaraflokksæfingu og stóðu sig með eindæmum vel!
Hákon valinn í úrtakshóp U19 ára landsliðsins
Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið valinn í úrtakshóp U19 ára landsliðsins sem æfir saman dagana 3.-5. mars
Halda áfram að lesaSigný Ylfa gengin til liðs við Gróttu
Hin 18 ára gamla Signý Ylfa Sigurðardóttir er gengin til liðs við Gróttu frá Val á láni út tímabilið. Signý spilar sem framherji en hún á að baki þrjá landsleiki fyrir U16 ára landslið Íslands og nokkra Lengjubikar- og Reykjavíkurmótsleiki fyrir Val.
Við bjóðum Signýju velkoma á Nesið og hlökkum til að fylgjast með henni í bláu treyjunni í sumar.