Fimleikadeild Gróttu heldur úti frábæru og öflugu íþróttastarfi. Mikil aðsókn er í fimleika ár hvert og því mikilvægt að foreldrar fylgist með þegar skráningar hefjast hverju sinni en forskráning í fimleika hefst í byrjun júní ár hvert. Hægt er að lesa um hópaskiptingu og hvaða flokkar eru í boði hér.
Managing director: Ágústa Edda Björnsdóttir – [email protected]
Head coach of fundamental groups: Valgerður Thoroddsen
Yfirþjálfari áhaldafimleika: Bjarni Geir H. Halldórsson
GRÓTTUVÖRUR
Gróttu fimleikabolurinn fyrir iðkendur í grunnhópum og stubbafimi er til sölu á skrifstofu Gróttu.
Aðrar Gróttu vörur eru til sölu í vefverslun CRAFT. Sjá hér.
FORSKRÁNING
Forskráning fer fram í júní mánuði ár hvert (fyrir komandi vetur). Skráningargjald er 15.000 kr sem er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.
SKRÁNING Í STUBBAFIMI
Skráning fer fram tvisvar sinnum á ári, í júlí og í desember. Skráning hefst 1. júlí fyrir haustönn og 1. desember fyrir vorönn sem hefst í janúar. Athugið iðkendur sem eru skráðir á haustnámskeið og einstaklingar sem eru á biðlista þurfa að skrá sig á ný.


Valgerður Thoroddsen
