VERÐSKRÁ FYRIR HAUSTÖNN 2025

FIMLEIKADEILD GRÓTTU

Skilmálar æfingagjalda

  • Mótagjöld eru ekki innifalin í æfingagjöldunum.
  • Fimleikafélagið Grótta áskilur sér rétt til að fella niður námskeið og endurgreiða iðkendum, ef ekki fæst næg þátttaka.
  • Iðkendur geta ekki hafið æfingar á námskeiði (önn/sumarnámskeið) né tekið þátt í mótum fyrir hönd félagsins nema vera skuldlausir við félagið eða hafa áður samið um uppgjör eldri skulda.
  • Forskráningargjald er óafturkræft nema að fimleikadeildin þurfi að neita iðkendum um pláss eða fella niður námskeið.

Systkinaafsláttur

Innan fimleikadeildar er veittur 10% systkinaafsláttur.  Vinsamlegast athugið að ekki er veittur systkinaafsláttur af sérstökum námskeiðum einungis af æfingagjöldunum.

Niðurgreiðslur

FRÍSTUNDASTYRKUR
Ath. að Seltjarnarnesbær veitir frístundastyrk til barna á Seltjarnarnesi og Reykjarvíkurborg til barna í Reykjavík. Það eru foreldrar sem fá hann til ráðstöfunnar og það er á ábyrgð foreldra að fylgjast með því hvort hann sé nýttur eða ekki. Fimleikadeild Gróttu hefur ekki þær upplýsingar sem þarf til að vita hvort barn á rétt á styrk eða ekki.

Foreldrar/forráðamenn þurfa að ganga frá greiðslum æfingagjalda í gegnum ‘Sportabler’. Til að nýta niðurgreiðslu þurfa Seltirningar að fara inn í kerfið í gegnum „Mínar síður“ á seltjarnarnes.is en íbúar úr öðrum sveitarfélögum geta hakað í „nýta frístundastyrk“ í gegnum Sportabler.

ATH! Ráðstöfun frístundastyrks er endanleg. Ekki er hægt að endurgreiða eða bakfæra styrk ef foreldri/ forráðafólk hefur ráðstafað styrk til félags á grundvelli Frístundakortsins.

Stefna Fimleikadeildar um endurgreiðslu æfingagjalda

Helstu atriði:
  • Formleg úrsögn skal send skriflega í tölvupósti á skrifstofu, [email protected]. Tilkynning beint til þjálfara, munnlega eða í gegnum Abler, telst ekki fullnægjandi sem formleg úrsögn og ekki tekin gild.
  • Ef iðkandi hættir innan 30 daga frá upphafi æfinga:
    • Verður innheimt æfingagjald fyrir einn mánuð.
    • Eftirstöðvar gjaldsins umfram 30 daga gjaldið verður endurgreiddar.
  • Ef iðkandi hættir umfram 30 daga frá upphafi æfinga er ekki hægt að óska eftir endurgreiðslu, nema:
    • Iðkandi verði fyrir langvarandi veikindum, slysi eða flutningi úr bæjarfélaginu.
    • Að framvísað sé læknisvottorði eða öðrum viðeigandi skjölum.
  • Umsýslugjald upp á 5000 kr. endurgreiðist aldrei.
  • Frístundastyrkir sem greiddir hafa verið sem hluti af æfingagjöldum renna til deildarinnar og endurgreiðast ekki.

Spurt og svarað

Hvað er á bak við æfingagjöldin?
Æfingagjöld miðast við þann fjölda klukkustunda sem hópur viðkomandi iðkanda æfir á viku. Fimleikadeild Gróttu leggur metnað í að bjóða upp reynslumikinn hóp þjálfara og fimleikasal af bestu gerð fyrir iðkendur til að leggja stund á sínar íþróttir við öruggar aðstæður.  
Hvað ef æfingatafla rekst á við aðrar íþróttagreinar eða tómstundir?
Ekki er veittur afsláttur af æfingagjöldum frá æfingagjaldi vegna árekstra í æfingatöflu við aðrar íþróttagreinar eða tómstundir
Hvernig tilkynni ég úrsögn úr fimleikum?
Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn og úrsögnin skal tilkynnt skriflega til skrifstofu Fimleikadeildar í gegnum uppgefið netfang [email protected].
Hvað ef ég gleymi að borga æfingagjöldin?
Ef ekki hefur verið gengið frá greiðslu æfingagjalda mánuði eftir að tímabil hefst má búast við að æfingagjald verði sett á einn greiðsluseðil inn á heimabanka forráðamanns eða forskráning iðkanda bakfærð út af Abler.
Get ég skipt upp greiðslu æfingagjalda í nokkrar færslur?
Inni í skráningarkerfinu eru þrír möguleikar í boði við greiðslu æfingagjalds: 
  1. Kreditkort – í boði að skipta upphæð niður, 3% umsýslugjald leggst á þegar greiðslum er skipt.
  2. Greiðsluseðill – í boði að skipta upphæð niður, 390,- kr. seðilgjald leggst á hvern greiðsluseðil. 
  3. Debetkort: Hægt er að skrá greiðslu á debetkort ef debetkortið er af nýrri gerðinni og 4 x 4 stafa númer er prentað á framhliðina. Þá er gengið frá greiðslu líkt og um skráningu á kreditkorti sé að ræða.