Í byrjun september hefjast handboltaæfingar fyrir krakka á leikskólaaldri, fædda 2020 og 2021. Æfingarnar fara fram á laugardögum í vetur kl. 09:15-10:00.
Þjálfarar flokksins eru þær Arndís María Erlingsdóttir og Eva Björk Hlöðversdóttir sem báðar hafa áralangra reynslu sem þjálfarar yngri flokka. Arndís María er grunnskólakennari og Eva Björk hefur B.Sc. í uppeldis- og menntunarfræðum.
Fyrsta æfingin fer fram laugardaginn 6.september. Þjálfararnir taka vel á móti krökkunum. Eingöngu er pláss fyrir 30 iðkendur.
Skráning fer fram í Abler. Beinn hlekkur á skráninguna er hérna: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDM0ODI=