Nú styttist heldur betur í kvennakvöld Gróttu sem verður haldið í hátíðarsal félagsins miðvikudaginn 8. maí næstkomandi. Miðasala er hafin inn á: Tix.is – Konukvöld Gróttu
? Fordrykkur frá kl. 18:00.
? Anna Þorbjörg Jónsdóttir Nesbúi og partýpinni verður veislustjóri og mun halda utan um dagskrána.
? Ljúffengt smáréttahlaðborð frá Matarkompaní.
? Glæsilegt happdrætti!
?Birna Rún Eiríksdóttir leikkona og grínisti verður með uppistand.
?“Gróttupabbinn” talar
?Jón Sigurðsson aka 500 kallinn mætir með gítarinn tekur nokkra góða slagara.
⭐️DJ Annanymous heldur uppi stuðinu fram á nótt.
Kvennakvöldið er fjáröflun fyrir meistaraflokka knattspyrnu- og handknattleiksdeildar Gróttu. Miðasala er inn á: Tix.is – Konukvöld Gróttu
Nánari upplýsingar um vinninga og annað verður birt á Facebook viðburði: Kvennakvöld Gróttu 2024 | Facebook
Fyrir hópa er hægt að bóka borð í gegnum tölvupóst [email protected]. Þú vilt ekki missa af þessari veislu, hlökkum til að sjá þig! ??