Níu aðilar fengu heiðursmerki Gróttu

Íþróttafélagið Grótta veitti í byrjun ársins 9 aðilum heiðursmerki sem hafa unnið gott starf fyrir félagið. 
Þau eru: Eyjólfur Garðarsson knattspyrnu og handknattleiksdeild sem fékk gullmerki Gróttu.  Ásdís Björk Pétursdóttir fimleikdeild fékk silfurmerki Gróttu. 
Bronsmerki hlutu Guðjón Rúnarsson og Axel Bragason fimleikadeild. Ásmundur Einarsson handknattleiksdeild og frá knattspyrnudeild Sigurvin Reynisson, Halldór Kristján Baldursson, Eydís Lilja Eysteinsdóttir  og Alexander Jensen Hjálmarsson.
Til hamingju öll sömul og takk fyrir ómetanlegt starf fyrir Gróttu 🙏