Fullorðinsfimleika námskeið

Fimleikadeild Gróttu ætlar að bjóða upp á 8 vikna námskeið í fullorðinsfimleikum frá 16.september-9.nóvember.

Kennt verður á mánudags-, og miðvikudagskvöldum frá klukkan 20:15-21:30 í fimleikasal Gróttu.

Á námskeiðinu eru tvær æfingar á viku þar sem lögð verður áhersla á styrk og þrek annan daginn og fimleikaæfingar hinn daginn.

Fyrsta æfingin á námskeiðinu verður haldin miðvikudaginn 16.september og þá eru allir velkomnir að koma og prófa.

Fullorðinsfimleikar er frábær hreyfing og góð skemmtun fyrir alla og það þarf engan bakgrunn til þess að vera með.

Námskeiðið kostar 25.600 kr, skráning og greiðsla fer fram í gegnum skráningarkerfi Nóra (https://grotta.felog.is/). Athugið að einungis er hægt er að skrá sig 2 x í viku og ef það næst ekki næg þátttaka þá fellur námskeiðið niður.

Þjálfari námskeiðsins er Hrafnhildur Sigurjónsdóttir

Skráning fyrir Stubbafimi hafin

Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendunum fimleikadeildar Gróttu. Áhersla lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.

Halda áfram að lesa

Heimaæfingar og þátttökukeppni

Iðkendur í grunnhópum eiga hrós skilið fyrir þátttöku í heimaæfingum í samkomubanninu. Þann 4. maí voru 10 vinningshafar dregnir út í þátttökukeppni grunnhópa í heimaæfingum. Keppnin virkaði þannig að þegar iðkandinn kláraði heimaæfingu, skráði hann nafnið sitt í heimæfinga skjal hópsins þá fór nafnið hans í lukkupott. Því oftar sem iðkandinn tók þátt í heimaæfingu því líklegra var að hann yrði dreginn út. Keppnin byrjaði 14. apríl og stóð til 4. maí.

Heimaæfingar með fimleikadeild Gróttu

Síðasta heimaæfingavikan og við hlökkum mikið til að komast aftur í salinn þann 4. maí. Keppnishóparnir í áhaldafimleikum hafa æft af kappi heima og úti undir berum himni.

Sindri Diego heiti ég og ég ætla að sýna ykkur nokkrar æfingar í dag. Vona að sem flestir taki þátt og svitni smá. Gott að hafa mjúkt undirlag, stól, handklæði eða sippuband og kodda.

Fleiri æfingar er að finna á Facebook síðu Fimleikadeildar Gróttu hér.