Grótta hefur náð samkomulagi við Breiðablik um að fá Karl Friðleif Gunnarsson að láni fyrir átökin í Pepsi max deildinni á komandi keppnistímabili. Karl Friðleifur er stórefnilegur knattspyrnumaður, fæddur árið 2001 og uppalinn í Kópavoginum hjá Breiðabliki. Hann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands í gegnum tíðina, en hann hefur leikið samtals 27 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 7 mörk. Karl steig sín fyrstu skref í efstu deild sumarið 2018 undir stjórn Ágústar Gylfasonar. Karl Friðleifur er frábær viðbót við ungt og spennandi lið Gróttu, sem hefur leik í Pepsi max deild karla þann 14. júní næstkomandi, í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Chris framlengir samning sinn við knattspyrnudeildna
Knattspyrnudeild Gróttu hefur framlengt samning við Chris Brazell sem yfirþjálfari yngri flokka hjá deildinni til haustsins 2022.
Chris, sem er 27 ára gamall, er með UEFA-A þjálfaragráðu og BA gráðu í alþjóðasamskiptum frá University of Lincoln. Chris starfaði í fjögur ár í akademíu enska stórliðsins Norwich þar sem hann var m.a. aðalþjálfari U14 ára liðs félagsins og vann með leikmönnum sem voru að stíga sín fyrstu skref í aðalliðinu.
Chris hóf störf hjá knattspyrnudeildinni í nóvember á síðasta ári og hefur strax sett mark sitt á starf deildarinnar. Deildin fagnar því að hafa nú ráðið yfirþjálfara til næstu tveggja ára sem mun halda áfram að stuðla að þeirri uppbyggingu sem deildin hefur staðið fyrir undanfarin ár.
Um framlenginguna hafði Chris þetta að segja: „Það er mér mikill heiður að framlengja samning minn við Gróttu í tvö ár til viðbótar. Á þeim tíma munum við halda áfram með þá uppbyggingu sem hefur verið í gangi og halda áfram að veita samfélaginu á Seltjarnarnesi framúrskarandi þjónustu. Klúbburinn er afar heppinn að búa yfir frábærum hópi þjálfara og starfsfólks bæði á vellinum og á bakvið tjöldin, og það er ekki síst vegna þessa fólks sem að mér fannst ég strax eins heima hjá mér og viss strax að ég vildi vera áfram. Þjálfararnir okkar, leikmenn og samfélagið gera deildina að því sem hún er og ég mun halda áfram að leggja mitt af mörkum til uppbyggingarinnar og njóta margra spennandi stunda með ykkur á næstu árum.“
Styrktu Gróttu með Stöð 2 áskriftinni þinni
Stöð 2 býður öllu Gróttufólki að gerast áskrifendur að Stöð 2 á sérkjörum og styrkja Gróttu í leiðinni – þeir sem eru nú þegar áskrifendur geta einnig styrkt Gróttu með áskrift sinni!
Halda áfram að lesaSumaræfingatafla knattspyrnudeildarinnar
Sumaræfingatafla knattspyrnudeildarinnar tekur gildi miðvikudaginn 10. júní.
Styrktaræfingar birtast á töflunni í næstu viku.
Pétur Már í umfangsmeira hlutverki innan knattspyrnudeildarinnar – íþróttasálfræðiráðgjafi
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna um nýtt og umfangsmeira hlutverk Péturs Más Harðarsonar hjá knattspyrnudeild Gróttu.
Halda áfram að lesa





