Happdrættið á Þorrablóti Seltjarnarness var hið glæsilegasta og mörg fyrirtæki gáfu vinning.
Halda áfram að lesaAntoine Óskar íþróttamaður æskunnar 2022
Antoine Óskar Pantano handknattleiksmaður er íþróttamaður æskunnar 2022. Hann er lykilleikmaður og fyrirliði í 3.flokk félagsins sem og í ungmennaliðinu. Hann hefur leikið með meistaraflokknum í Olísdeildinni og lék sína fyrstu unglingalandsleiki með U16 síðasta sumar.
Halda áfram að lesaSara Björk íþróttakona æskunnar 2022
Sara Björk Arnarsdóttir knattspyrnukona er íþróttakona æskunnar 2022. Sara lék frábærlega með tveimur flokkum í sumar, þar sem hún var burðarás liðum bæði 3. og 4. flokks. Sara var á árinu valin í U-15 ára landslið Íslands og steig einnig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins.
Halda áfram að lesaFreyja íþróttakona Gróttu 2022
Íþróttakona Gróttu 2022 var valin fimleikakonan Freyja Hannesdóttir á athöfn sem var haldin í Hátíðarsal Gróttu miðvikudaginn 11 janúar til að fagna íþróttaárinu 2022 hjá félaginu.
Halda áfram að lesaKjartan Kári íþróttamaður Gróttu 2022
Íþróttamaður Gróttu var valinn knattspyrnumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson á athöfn sem var haldin í Hátíðarsal Gróttu miðvikudaginn 11 janúar til að fagna íþróttaárinu 2022 hjá Gróttu.
Halda áfram að lesaTilnefndar sem íþróttakona Gróttu 2022
Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn á morgun miðvikudag (11. janúar) kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.
Halda áfram að lesaTilnefndir sem íþróttamaður Gróttu 2022
Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn á morgun miðvikudag (11. janúar) kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.
Halda áfram að lesaTilnefndir sem þjálfarar ársins
Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn næsta miðvikudag (11. janúar) kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.
Halda áfram að lesaTilnefndar sem íþróttakona æskunnar
Íþróttamaður og kona Grótta fyrir árið 2022 verða kjörin við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.
Auk þess verður kjörin íþróttakona æskunnar, tilnefndar eru frá fimleikadeild: Lilja Hugrún Pétursdóttir og Lovísa Anna Jóhannsdóttir. Frá handknattleiksdeild: Katrín Scheving Thorsteinsson og Lilja Hrund Stefánsdóttir. Frá knattspyrnudeild:
Sara Björk Arnarsdóttir og Jóna Guðrún Gylfadóttir
Grótta óskar eftir starfsmönnum í afleysingar í íþróttmannvirki Gróttu.
Íþróttafélagið Grótta óskar eftir starfsmönnum í afleysingar í íþróttmannvirki Gróttu.
Grótta er staðsett á Seltjarnarnesi og innan vébanda þess eru þrjár deildir; fimleikadeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild. Íþróttamannvirki Gróttu samanstanda af tveimur íþróttasölum, gervigrasvelli, fimleikasal auk búnings- og fundarherbergja, skrifstofuaðstöðu og veislusals.
Meginmarkmið Íþróttafélagsins Gróttu er að þjónusta alla félagsmenn á sem bestan hátt. Áhersla er lögð á árangursríkt samstarf við þá fjölmörgu sem nýta sér þjónustu Gróttu dag hvern.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfsmaður aðstoðar nemendur grunn- og leikskóla og iðkendur Íþróttafélagsins Gróttu í leik og starfi. Dagleg þrif á íþróttahúsinu og í vallarhúsi, t.d. íþróttasölum, göngum, anddyri, veislusal og búningsklefum.
Hæfniskröfur
Áhugi á að vinna með börnum
Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
Hæfni til að vinna í hóp
Vinnutími er breytilegur og er óskað eftir starfsmanni sem getur sinnt tilfallandi afleysingum eftir þörfum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Garðarsson í síma 561-1133 og tölvupósti kari@grotta.is.
Nánari upplýsingar um Íþróttafélagið Gróttu er að finna á www.grotta.is.
Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2023. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið kari@grotta.is.