Í vikunni hélt Elísa Viðarsdóttir áhugaverðan næringarfyrirlestur fyrir 5., 4. og 3.flokk í hátíðarsal félagsins. Hópnum var skipt upp eftir aldri. Það var góð mæting hjá báðum hópum og greinilegt að krakkarnir höfðu mikinn áhuga á efninu.
Elísa fór yfir hvernig hægt er að næra líkamann á einfaldan og skynsamlegan hátt, á mannamáli. Hún ræddi hvað skiptir mestu máli dags daglega í mataræði ungmenna, hvernig má undirbúa sig fyrir æfingar og leiki, og hvað er gott að borða eftir á til að styðja við endurheimt.
Við þökkum Elísu fyrir komuna og eru fullviss um að þetta hjálpi okkar krökkum til frekari afreka.


