Næringarfræðsla frá Elísu

Í vikunni hélt Elísa Viðarsdóttir áhugaverðan næringarfyrirlestur fyrir 5., 4. og 3.flokk í hátíðarsal félagsins. Hópnum var skipt upp eftir aldri. Það var góð mæting hjá báðum hópum og greinilegt að krakkarnir höfðu mikinn áhuga á efninu.

Elísa fór yfir hvernig hægt er að næra líkamann á einfaldan og skynsamlegan hátt, á mannamáli. Hún ræddi hvað skiptir mestu máli dags daglega í mataræði ungmenna, hvernig má undirbúa sig fyrir æfingar og leiki, og hvað er gott að borða eftir á til að styðja við endurheimt.

Við þökkum Elísu fyrir komuna og eru fullviss um að þetta hjálpi okkar krökkum til frekari afreka.

Soffía Helen skrifar undir

Markvörðurinn Soffía Helen Sölvadóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta leikmannasamning við Handknattleiksdeild Gróttu. Soffía er 15 ára gömul og leikur sem markvörður. Hún hefur undanfarin misseri verið valin í öll yngri landslið kvenna og nú nýverið í U16 ára landsliðið.

Soffía hefur leikið alla leiki með 4.flokki og 3.flokki kvenna núna í vetur og staðið sig vel. Báðir flokkar leika í 1.deild Íslandsmótsins.

Það verður spennandi að sjá Soffíu halda áfram að bæta sig og eflast á næstu misserum.

Á myndinni má sjá Soffíu Helen með Júlíusi Þóri þjálfara meistaraflokks kvenna.