Matthías Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna knattspyrnudeildar Gróttu. Matthías gerir þriggja ára samning við deildina en hann hefur síðustu tvö ár verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Vals. Matthías á að baki glæstan fótboltaferil og 196 leiki í efstu deild á Íslandi en hann lék lengst af með Val.
Halda áfram að lesaVinavikur handboltans
Næstu tvær vikurnar fara fram vinavikur í handboltanum. Við hvetjum alla núverandi iðkendur til að taka með sér vini eða vinkonur á æfingar. Aðrir sem hafa áhuga á að koma og prófa, eru hjartanlega velkomin.
Æfingatöflu yngri flokkanna má sjá hér á myndinni.
Þjálfararnir taka vel á móti krökkunum !
Áfram Grótta !