Sjö stelpur í U15 ára landsliðinu

Um helgina fara fram æfingar hjá U15 ára landsliði kvenna. Við eigum hvorki fleiri né færri en sjö fulltrúa í hópnum að þessu sinni. Það eru þær:

Arndís Áslaug Grímsdóttir
Dóra Elísabet Gylfadóttir
Elísabet Ása Einarsdóttir
Embla Hjaltadóttir
Helga Sif Bragadóttir
Margrét Lára Jónasdóttir
Marta Sif Þórsdóttir

Við óskum stelpunum hjartanlega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á æfingunum undir stjórn landsliðsþjálfaranna, Díönu Guðjónsdóttur og Jóns Brynjars Björnssonar

Grótta komnir áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins

Meistaraflokkur karla unnu stórsigur gegn 4-deildarliði KM á Vivaldivellinum í gærkvöldi!

Áhorfendur kvöldsins voru ekki sviknir í gærkvöldi þegar Grótta gerði sér lítið fyrir og vann KM 12-0 í annarri umferð Mjólkurbikarsins á Vivaldivellinum!
Mörk Gróttu skoruðu Kjartan Kári Halldórsson, Arnar Þór Helgason (4), Luke Rae, Gunnar Jónas Hauksson, Sigurður Hrannar Þorsteinsson, Benjamin Friesen (3) og Arnar Daníel Aðalsteinsson ⚽️