Hákon valinn í hóp U21 ára landsliðsins


Gróttumaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er í hóp U21 árs landsliðsins sem æfir dagana 1.-3. júní. U21 karla hefur undankeppni EM 2023 í september þegar liðið mætir Hvíta Rússlandi ytra 2. september og Grikklandi 7. september hér heima. Önnur lið í riðlinum eru Portúgal, Kýpur og Liechtenstein.
Til hamingju Hákon 🇮🇸

Forskráning í fimleikadeild Gróttu veturinn 2021-2022 er hafin

Þann 1. júní til 30. júní næstkomandi fer fram forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2021-2022, https://www.sportabler.com/shop/grotta

Greitt er 10.000 kr skráningargjald með kreditkorti við skráningu. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.

Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig.
Eftir að forskráningu líkur verður hægt að skrá á biðlista.