7. flokkur karla og kvenna á Cheerios móti Víkings

7. flokkur karla og kvenna spilaði á Cheerios móti Víkings helgina 15. og 16. maí í sól og blíðu í Fossvoginum. 7. flokkur kvenna var með fjögur lið á mótinu og 7. flokkur karla fór með sex lið. Krakkarnir stóðu sig með eindæmum vel á mótinu og fóru heim með bros á vör og Cheerios pakka í fararteskinu.