Uppskeruhátið Fimleikasambands Íslands fór fram í húsakynnum FSÍ í Laugardag í gær. Við það tækifæri eru þeim sem skarað hafa fram úr í íslenska fimleikaheiminum á yfirstandandi ári veittar viðurkenningar. Sesselja Hannele Järvelä, yfirþjálfari áhaldafimleika hjá Gróttu, hlaut viðurkenningu sem þjálfari ársins.
Halda áfram að lesaÍþróttakona Gróttu – Nanna Guðmundsdóttir
Kjör Íþróttamanns- og konu Gróttu fór fram við hátíðlega athöfn í hátíðarsalnum í gær. Svo fór að okkar eina sanna Nanna Guðmundsdóttir var valin íþróttakona Gróttu.
Halda áfram að lesaGrímur Ingi og Orri Steinn á leið til Hvíta Rússlands með U17
Gróttumennirnir Orri Steinn Óskarsson og Grímur Ingi Jakobsson eru í hóp U17 karla sem tekur þátt í móti í Hvíta Rússlandi í lok janúar. Ísland er í riðli með Georgíu, Tadsíkistan og Ísrael á mótinu. Knattspyrnudeild Gróttu óskar drengjunum innilega til hamingju með valið. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í Hvíta Rússlandi!