Viðtalstímar framkvæmdastjóra Fimleikadeildar

Skrifstofa framkvæmdastjóra Fimleikadeildar Gróttu er opin milli klukkan 13:00-15:00 á mánudögum og 15:00-17:00 á miðvikudögum. Einnig er hægt er að hafa samband við Guðrúnu Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Fimleikadeildar í gegnum netfangið gudrun@grotta.is og í síma: 561-1137. Símatími skrifstofu fimleikadeildar er á miðvikudögum og föstudögum á milli kl. 10:00-12:00.

Skrifstofa Fimleikadeildar Gróttu er til húsa á annarri hæð í Íþróttahúsi Seltjarnarness við Suðurströnd. Gengið er inn anddyrið í íþróttahúsinu, beygt til vinstri fram hjá skrifstofu húsvarða, þar er farið upp stiga upp á aðra hæð og skrifstofa fimleikadeildar er þar önnur hurð til hægri.

Áfram Grótta!

Fjör á 9.flokks æfingum

Tæplega 15 krakkar mæta að staðaldri á æfingar 9.flokks á laugardögum í Íþróttahúsi Gróttu. Um er að ræða krakka fædd 2019 og 2020. Eva Björk Hlöðversdóttir og aðstoðarfólk hafa veg og vanda að skipulagningu og æfingum krakkanna en Eva Björk er margreynd í þjálfun hjá félaginu.

Innihald æfinganna eru leikir með og án bolta auk fjölbreyttra handboltaæfinga sem reyna á samhæfingu, jafnvægi, styrk og hittni. Segja má að mikil einbeiting og mikið stuð sé hjá þessum flotta hópi á laugardögum. Æfingarnar hefjast kl. 09:15.

Skráning í flokkinn fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Frekar upplýsingar um handboltastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu Gróttu eða hjá Andra Sigfússyni yfirþjálfara, andri@grotta.is