Yfirþjálfari handknattleiksdeildar Gróttu lætur af störfum

Barna-og unglingaráð handknattleiksdeildar Gróttu og Magnús Karl Magnússon hafa komist að samkomulagi um að Magnús láti af störfum fyrir félagið. Magnús ætlar að einbeita sér að starfi sínu sem íþróttasálfræðingur.

Magnús hóf störf í júní og hefur frá þeim tíma þjálfað 8. flokk karla og 4. flokk kvenna og verið aðstoðarþjálfari  6. flokks kvenna.

Magnús hefur komið inn með góðar áherslur í barna-og unglingastarf handknattleiksdeildarinnar og bætt ofan á það metnaðarfulla og faglega uppbyggingarstarf sem unnið hefur verið undanfarin ár.

Við þökkum Magnúsi fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar í hans næstu verkefnum.

Barna- og Unglingaráð Gróttu