Aukadagur í Handboltaskóla Gróttu

Vegna fjölda fyrirspurna þá höfum við bætt við einum degi til viðbótar í Handboltaskóla Gróttu. Þessi aukadagur er mánudagurinn 21.ágúst.

Eins og hefur verið undanfarnar vikur, þá er skólinn frá kl. 09:00-12:00 en boðið er upp á endurgjaldslausa gæslu frá kl. 08:00-09:00 og aftur kl. 12:00-13:00. Krakkarnir þurfa að taka með sér nesti.

Verðið er 2000 kr og fer skráningin fram í Sportabler. Eins og áður er Patrekur Pétursson Sanko skólastjóri og er með einvala lið þjálfara með sér til að leiðbeina og þjálfa.

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti