Sumarnámskeiðin hefjast næsta mánudag

Sumarnámskeið Gróttu hefjast næsta mánudag (12. júní) og nú í þessari viku er undirbúningsvika fyrir alla leiðbeinendur. Hluti af undirbúningum var skyndihjálparnámskeið sem var haldið í gær en þar mættu einnig húsverðir íþróttamannvirkjanna. Guðjón Einar Guðmundsson var leiðbeinandi en hann hefur 17 ára reynslu í sjúkraflutningum og slökkviliðs starfi auk þess hafa að vera virkur fimleikum á árum áður.

Námskeiðið gekk vel og nú getum við ekki beðið eftir að sumarnámskeiðin hefjist.

VERKfALLIÐ HEFUR ENGIN ÁHRIF Á SUMARNÁMSKEIÐIN !

Það hafa borist fyrirspurnir á skrifstofuna hvort verkfallið hafi áhrif á sumarnámskeiðin og svarið er nei – þau hafa engin áhrif á námskeiðin.

SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR Á MORGUN

Síðasti skráningardagur fyrir námskeiðin sem hefjast næsta mánudag er á morgun föstudag (9.júní)
Allar upplýsingar um námskeið og skráningu er hér:

Guðjón Einar Guðmundsson