Allt að verða klárt fyrir Verbúðarballið

Í gærkvöldi eftir leik Gróttu og ÍR í Olísdeildinni hófst undirbúningur að gera íþróttahúsið klárt fyrir ball ársins. Mikið að sjálfboðaliðum leggja hönd á plóg og iðkenndur allra deilda hjálpa til að gera okkur kleift að halda svona stóran viðburð.

Við minnum öll partýin að byrja snemma, við viljum fá alla í húsið áður en Herbert Guðmundsson opnar kvöldið.

Dagskrá kvöldsins:
21:00 Húsið opnar
22:00 Herbert Guðmundsson
23:00-1:00 Verbúðarbandið ásamt Stebba Hilmars & Selmu Björns (+ leynigestur)
2:00 Húsið lokar

Enn eru til miðar á: https://tix.is/is/event/13489/verbu-arball/

Sjáumst hress á morgun 🕺💃