Þorrablót Gróttu sem árlega fer fram í janúar fellur því miður niður vegna áhrifa heimsfaraldurs. Þetta er annað árið í röð sem fella þarf niður þorrablót Gróttu sem hefur verið gríðarlega vinsæll viðburður. Tekjutapið fyrir deildir félagsins er umtalsvert en þessi viðburður hefur verið mikilvægur hlekkur í félagslífi Gróttufólks undanfarin ár og þykir okkur því afar leitt að þurfa að aflýsa þorrablótinu. Við munum blása til viðburðar á vegum félagsins um leið og tækifæri gefst.